Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 67
MORGUNN
193
eg. Tveir smálúðrar stóðu á gólfinu til hliðar og hvoru
megin voru sjö sæti. Krystallsskál hálffull af vatni stóð á
gólfinu við hliðina á miðlinum. Það er talið að rakt loft
hjálpi til að samband komist á.
Dr. Webster og blaðaumboðsmaðurinn voru beðnir að
halda efri endanum á lúðrunum þangað til fyrirbrigði byrj-
uðu og sleppa þeim, et þeir færu að hreifast af sjálfu sér.
Af því að HiII þóttist ekki geta þetta um leið og hann
ætti að rita það sem gjörðist á fundinum, þá bað hann
mig að halda á sínum lúðri. Það voru engir aðrir munir.
Nákvæm athugun var gerð áður en flugið byrjaði.
Um klukkan átta sveif hin mikla flugvél með silfurlit-
uðum vængjum upp í loftið, hóf sig upp í hring yfir flug-
vellinum og stefndi á Manhattan. í klefanum var niða myrk-
ur og myrkrið var sem þrungið af ægilegu loftslagi.
Einhver byrjaðl að syngja: »Það er löng, löng leið«.
Aðrir tóku undir. Þá var annað lag sungið og svo enn
annað.
Eg var farinn að halda, að tilrauniu ætlaði að verða
árangurslaus — það kemur stundum fyrir á venjulegum
miðilsfundum — en þá heyrðist sagt:
»Mack! Mack!, ert þú hérna. Hvar er Mack.«
Söngurinn þagnaði og nú var augnablik, sem enginn
sagði neitt. Það var enginn Mack viðstaddur.
»Ef til vill er átt við Mackenzie«, sagði blaðaumboðs-
maðurinn.
»Já, já, það er rétt, Mackenzie«, sagði röddin. Það var
sem ákafahreimur í henni og eftir þvi sem hún var hljóm-
sterkari; þá varð mér það ljóst, að það var röddin, sem
hafði tjáð sig sjálfa vera rödd Conan Doyles á fyrsta
miðilsfundi mínum.
»Mackenzie gat ekki tekið þátt í fluginu«, svaraði eg.
»Goldstrom! Er það Goldstrom, sem talar? Gott kvöld.
Hér eru fleiri með mér í vélinni, sem vilja tala við þig«.
»Er þetta Conan Doyle?« spurði eg.
»Já, eg er Conan Doyle. Eg óska þér til hamingju
13