Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 23
MORGUNN
149
ódrýgt í veröldinni, ef hver einasti maður hefði það á til-
finningunni að þúsundir manna horfi á og heyri alt sem
hann talar, hugsar og framkvæmir? Jú, eg held það. Eg
held það yrði mikil breyting á oss öllum, ef vér hugsuðum
æfinlega út í það, að það er ekki einungis Guð, sem sér
og heyrir alt, heldur líka framliðnir ástvinir vorir og aðrar
þær verur, sem sendar eru til að vernda oss og hjálpa.
Hugsa þú þér, vinur, að framliðinn faðir þinn eða móðir
þín standi hjá þér á rauna og freistingastundum lífsins og
reyni að hugga þig og vernda. Þetta mun oft og einatt
vera raunverulegur sannleikur. Getur þú, vinur, með það í
huga, framkvæmt þau verk, sem þú þolir ekki að vanda-
lausir menn i þessum heimi sjái? Og finst þér það ekki dýr-
legur boðskapur að þú eigir ætíð kostá þeirri hjálp og vernd?
Á liðnum árum hefir víst boðskapur trúarjátninganna
um »samfélag heilagra«, farið fyrir ofan garð og neðan
hjá oss mörgum. Oss hefir fundist það snerta oss svo lítið,
af því að vér erum flest svo ófullkomin. Finst yður ekki
að tilveran fái nýjan blæ, ef vér öðlumst fullvissuna um,
að tilveran sé öll, lika i þessum ófullkomna heimi, sam-
félag heilagra vera, sem séu hér í sambýli við oss, hve
ófullkomin sem við erum! Mundi sú þekking ekki hjálpa
sumum til að verða sjálfir betri? Mundi sú sannfæring
ekki varpa nýjum dýrðarljóma yfir alla tilveruna? Mundi
oss ekki finnast myrkrið minka í mannheimi, og dýrðar-
ljóma vera varpað inn í jafnvel dimmustu afkima vesöl-
ustu kotanna, ef vér vissum af skinandi ljósverum í kring
um oss, þótt fátækt, sjúkdómar og allskonar kreppur lífs-
ins steðji að? Eg held oss hljóti að finnast heimurinn all-
ur fá nýjan svip.
En vinir mínir! Tilveran er svona yndisleg. Hún er
full af dýrðarljóma og það er hlutverk mannanna að gera
hana enn bjartari. Það getum við með því að mynda samband
milli vor og þeirra hjálparvera, sem Guð hefir sent, jafnvel til
vor ófullkominna manna. Það er ekkert myrkur til nema
myrkur illra og syndsamlegra hugsana og verka. Amen.