Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 79
MORGUNN 205
astur, sem lýtur að hinni dulrænu reynslu þjóðarinnar og
hugmyndum hennar um ýms dularmögn.
Huid Nú hefir Snæbjörn Jónsson bóksali tekið
sér fyrir hendur að gefa út, »Huld, safn
alþýðlegra fræða, íslenzkra«, sem fyrir löngu er útseld og
ófáanleg, en mikil eftirspurn hefir verið eftir. Fyrra bindið
af tveimur er þegar komið út í hinni prýðilegustu útgáfu.
Fimm merkir fræðimenn gáfu hana út á árunum 1890—
1898, þeir Dr. Hannes Þorsteinsso, Dr. Jón Þorkelsson,
Ólafur Davíðsson cand. phil., Pálmi Pálsson yfirkennari og
Valdemar Ásmundsson ritsjóri, og hún ber þess mikil merki
að útgefendurnir voru ekki síður fræðimenn en þjóðsagna-
menn. Sigurður Kristjánsson var kostnaðarmaður. Fróðleik-
urinn er mikill og margháttaður, þó að hér sé ekki rúm
til þess að gera hans ítarlega grein. Hér skal aðeins bent
á tvær hliðar. Önnur er sú, hve galdratrúin er enn rík á
18. öldinni, þegar hún er þó farin að réna og galdrabrenn-
um Iokið. Það sýnir bezt þátturinn af séra Þorvarði Bárðar-
syni. Et eitthvert slys ber að höndum, maður verður úti eða
druknar, eða búfé drepst, þá er það eignað göldrum fjand-
mannanna. Að hinu leytinu er tilhneigingin til að skýra
dularfull fyrirbrigði með venjulegum hætti, án þess nokk-
urt vit sé í skýringunum, eins og svo mikið er um á vor-
um tímum, og af sumum talið »vísindalegt«. Þar er ljóst
dæmi »HjaItastaðafjandinn«. Hann er eitt merkilegasta og
fágætasta fyrirbrigði, sem þjóðsögur vorar skýra frá, og
tekið eftir frásögnum sjónarvotta, þar á meðal prests og
sýslumanns. Fyrirbrigðið var sjálfstæð rödd, samfara all-
miklum átökum, svo sem grjótkasti og hurð tekin af hjör-
unum og fleygt til í allra augsýn. Þetta hefðu menn nú á
dögum reynt að rannsaka vandlega, og jafnframt hafa áhrif
á þessa veru, sem vafalaust hefir þurft hjálpar við. Þegar
þessir merkilegu atburðir gerðust, hafa auðsjáanlega allir
viðstaddir hagað sér eins og flón. En allra flónslegastar
eru skýringarnar, sem fram hafa komið, enda er auðsætt
af frásögn Gísla Konráðssonar, að honum hafi ekki fundist