Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 99
MOKGUNN
225
tvær verur stóðu við rúmið hennar, sín hvoru megin. Eg
sá þær ekki koma inn í herbergið; þær stóðu við rúmið,
þegar eg sá þær fyrst, en eg sá þær jafn greinilega eins
og eg hefði getað séð nokkurn jarðneskan mann í her-
berginu. í huganum hefi eg ávalt kallað þessar björtu
verur frá öðrum heimi engla, og eg mun eftirleiðis tala
svo um þær. Eg þekti andlitin á þeim, að þetta voru tvær
stúlkur, sem höfðu verið beztu vinkonur stúlkunnar, sem
var að deyja. Þær höfðu andast einu ári áður, og voru
þá á aldur við hana.
Rétt áður en þær birtust sagði stúlkan, sem var að
deyja: »Það er alt í einu orðið svo dimt, eg get ekkert
séð!« En hún þekti þær samstundis.
Yndislegt bros fór um andlit hennar, hún rétti út hend-
urnar og sagði með íagnaðarrödd: »Ó þið eruð kornnar
til þess að fara með mig! mér þykir vænt um það, því
að eg er ósköp þreytt«.
Þegar hún rétti út hendurnar, réttu englarnir tveir
fram sína höndina hvor, önnur tók utan um hægri höndina
á stúlkunni, sem var að deyja; hin tók utan um vinstri
höndina. Andlit þeirra voru uppljómuð af brosi, sem var
jafnvel enn skærara og fegurra en brosið á andliti stúlk-
unnar, sem svo bráðlega átti að fá þá hvíld, sem hún
þráði. Hún sagði ekkert eftir þetta, nær því eina mínútu
hélt hún höndunum útréttum og hendurnar á englunum
héldu í þær; hún hélt áfram að stara á verurnar með gleði
glampanum i augunum og brosinu á andlitinu.
Foreldrum hennar og bróður hafði verið gert viðvart,
svo að þau gætu verið viðstödd, þegar andlátið bæri að
höndum. Nú fóru þau að gráta beisklega, því að þau vissu
að nú var hún að fara frá þeim. Frá hjarta mínu steig
upp bæn um það, að þau mættu fá að sjá það, sem eg
sá, en þau gátu það ekki.
Englarnir virtust slaka á höndunum á stúlkunni og
hendurnar hnigu þá niður á rúmið. Andvarp kom út af
vörum hennar, eins og hún gæfi sig fúslega á vald svefni,
15