Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 113
M 0 R G U N N
239
veita mönnum þjónustu sína. Og eg sagði honum, að þó
að hann gæti með þvi að fyrirfara sér komist inn á annað
tilverustig, þá mundi það ekki vera það sælurika svið,
þar sem konan hans ætti nú heima; að eftir að hann hefði
framið sjálfsmorð mundu verða að líða löng, löng afplánun-
ar ár, áður en hann gæti náð hennar háleita ástandi.
»Ef eg gæti gert mér grein fyrir návist hennar og
félagsskap * við og við«, sagði hann, »ef eg vissi, að ást-
rikar hugsanir hennar gætu enn náð til mín, þá gæti eg
hugsað til þess að lifa áfram«.
Eg reyndi að fullvissa hann um, að hann mundi geta
gert sér grein fyrir þessu öllu, en hann yrði fyrst að fá
aftur traust sitt á guði; með bæn yrði hann að losa sjálfan
sig við þær dimmu og beisku hugsanir, sem nú hefðu
vald á honum, og opna glugga sálar sinnar fyrir hinum
guðdómlega kærleika. Og þá mundi hann, þegar hann
væri einn, vita af návist engilkonu sinnar og fá frá henni
hugarskeyti, sem sál hans mundi skilja greinilega, þó að
þau kæmu ekki fram í orðum, sem hann heyrði.
Áður en eg fór frá honum hafði hann alveg hætt að
hugsa um sjálfsmorð. Það sem eg hafði sagt honum hafði
komið inn hjá honum von um það, að það, sem eftir væri
af æfi hans, mundi ekki verða alger einstæðingsskapur og
auðn, eins og hann hafði talið óhjákvæmilegt að það yrði.
Fáeinum dögum síðar sagði hann mér, að hann hefði getað
gert sér grein fyrit návist konunnar sinnar; að hún hefði
sagt það við sál hans, sem hefði fært honum frið og
huggun.
En hin mikla ofraun, sem hann hafði orðið fyrir, ásamt
langri ofþreytu við vinnu, olli þvi að taugar hans biluðu.
Þá var hann um tíma undir minni umsjón sem hjúkrunar-
konu. Oft var það, meðan eg stundaði hann, að eg sá
konuna hans við rúmið hans vera að veita honum þjónustu
sína. Hann gat ekki séð hana eins og eg — hvað eg óskaði
þess heitt, að hann gæti það! — en hann sagði mér að
hann »fyndi« návist hennar.
*