Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 87
MORGtUNN
213
ur og eldingar. Eldingarnar voru verri — þrumurnar voru
ekki eins vondar. Eldingarnar eru svo vondar, að mér
fanst eins og eg mundi aldrei fá sjónina verulega aftur.
Eg get sagt, að þetta hafi komið yfir mig i dembum. Það
var eins og eg væri lamin á höfuðið, og svo kom það
aftur og aftur. Það var undarlegt að verða fyrir þessu. Það
var undarlegt, því að það vakti mig. Það vakti mig að
fullu stundum, svo að eg gai ekki staðist það lengur«.
Tveir menn andmæltu lækninum og héldu
prófsteinninn. Því fram að Sefiun hlyfi að hafa ver5ð að'
al-atriðið í þessari lækningu. Dr. Parkes
sagði að hann og félagar hans, hinir læknarnir, vissu ekki
íil þess að sefjunar aðferðin hefði nokkurn tíma gagnað.
Þessir sjúklingar hefðu verið taldir ólæknandi, og með
þessari aðferð, sem hann hefði lýst, hefðu sjúklingarnir
orðið heilbrigðir að fullu. Þegar öllu væri á botninn hvolft
væri það rétti prófsteinninn.
Sambandsástand.
Ritstjóri blaðsins »The Two Worlds«, sem gefið er út
i Manchester á Englandi, Mr. Ernest Oaten, er meðal annars
nafnkendur miðill. Hann hefir nýlega ritað i blað sitt tvær
greinar um eðli sambandsástandsins. Þær greinar þykja
mjög merkilegar, því að það er hvorttveggja, að höfundur-
inn hefir svo mikla sjálfstæða reynslu af því efni, sem
hann skrifar um, og er stórgáfaður maður. Hér fer á eftir
aðalkaflinn úr síðari grein hans.
Á frumstigum hæfileikans fyrir sambandsástand (trance)
hættir byrjandanum oft við að finna til áhrifa utan að,
tilrauna til svæfingar, þegar hann kemur þangað inn, sem
sálrænn kraftur er á ferðinni, svo sem á tilraunafundum,
eða þegar menn eru að tala um málið, eða þar sem and-