Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 29
M 0 R G U N N
155
Skyggir þessi veruleiki ekki á von framhaldslífsins?
Raunar hefir kirkjan kent oss um annað lif. En þessi kenn-
ing var svo reikul og tvíræð, að hún var almenningi
gagnslaus. Oss var kent, að sálin hlyti sæluvist á himnum
eftir andlátið, en að hinu leytinu að sálin dveldist ein-
hversstaðar með líkamanum til dómsdags. Efnishyggju-
mennirnir fullyrða, að maðurinn deyi eins og kertaljósið
deyr, þegar vax og ljósmeti er þorrið. En hvað mikið
þurfum við af sönnunum, til þess að trúa því, að sálin
lifi líkamsdauðann? Það kemur fyrir, að mér virðist von-
•laust að reyna að sannfæra múginn. En samt veit eg, að það
-heppnast um síðir. Staðreyndirnar eru margar. Hlustum á,
hvað þeir segja, sem farnir eru héðan: Vér erum hér. Það
erum vér, sem þér haldið að séu dauðir. Vér erum ekki
dauðir, heldur lifandi. Engin sála, sem lifað hefir á jörð-
uoni, hefir hætt að lifa og vera til. Það eru til veraldir
þar sem hinar óteljandi milljónir eru, sem verið hafa á
jörðunni frá upphafi vegar. Og það eru ekki eingöngu menn-
irnir, sem lifa líkamsdauðann, heldur dýrin, fuglar, fiskar,
skriðdýr og skordýr, alt, sem lífs er. Ljósvakahluti þessara
vera heldur áfram að lifa, hver á sínu sviði og eftir sínum
tilgangi. En þar með er ekki alt sagt, sem segja þarf.
Látið yður ekki koma til hugar, að ódauðleikinn sé bundinn
við menn og skepnur. Nei, jurtaríkið og steinarikið hlýða
sömu lögum.
Skepnurnar lifa líkamsdauðann. Vér tókum einusinni
hund í fóstur, segir Dahl í bók sinni. Húsbóndi hans hafði
látist. Einu sinni kom eigandi hundsins á miðilsfund hjá
oss. Hann var mjög glaður og þakkaði oss innilega fyrir
hve vel við höfum reynst þessu fósturbarni voru. Hund-
urinn var í stofunni og þekti fyrri húsbónda sinn, sýndi
hann það með ýmsum gleðilátum og flaðri. Hundurinn sér
mig, sagði húsbóndi hans. Og vafalaust hafði hann rétt
fyrir sér. Tímarnir liðu, og hundurinn fékk lungnabólgu og
deyði. Eftir nokkurn tíma sagði Lúðvíg oss, að hundurinn
væri kominn yfir til þeirra og búin að hitta gamla hús-