Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 101
MOBGUNN
227
hún þekti englana, er komið höfðu til þess að fara burt
með sál hennar, leit hann eingöngu sem sönnunargagn
fyrir rugluðum ímyndunum. Sannleikurinn var sá, að hann
sagði mér þetta. Eg reyndi jafnvel ekki að telja honum
trú um, að þetta væri misskilningur hjá honum, því að eg
vissi, að það mundi verða árangurslaust. En eg kendi
mjög í brjósti um hann, því að hann vildi ekki láta nokk-
urn geisla af von um það að hann mundi í öðru lífi hitta
dóttur sína, sem hann unni svo innilega heitt, komast inn
i hið svarta myrkur sorgar sinnar. Móðirin og bróðirinn
höfðu þessa von og sorg þeirra var ekki jafn-sár.
VIII.
Því fer betur, að þeir eru margir, sein trúa því, að
englarnir séu í raun og veru þjónustusamir andar, komnir
til þess að fagna þeim, sem eru að fara um hlið dauðans
inn i hið eilífa líf — þó að þeir geti ekki sjálfir séð þessa
engla, er mennirnir, sem eru að deyja, kannast við með
svo miklum fögnuði.
Hér um bil mánuði eftir andlát stúlkunnar, sem frá er
sagt í næsta kapítula hér á undan, dó annar vinur minn í
spitalanum. Það var lungnabólga, sem varð honum að
bana. Hann var góður maður og guðrækinn og bar ekki i
brjósti neinn ótta við dauðann, því að hann var þess full-
vís, að dauðinn væri ekki annað en flutningur inn í
ánægulegra og háleitara líf en hér væri unt að lifa. Hon-
um þótti ekkert fyrir að deyja annað en það, að hann
yrði að skilja eftir konu, sem hann unni hugástuui; en sá
kvíði mildaðist við þá vissu, að skilnaður þeirra yrði að
eins um stundarsakir, og að einhvern daginn mundi hún
koma til hans í þeim heimi, sem hann var nú að fara
inn í.
Hún sat nú við rúmið hans, og af því að hún trúði
því sama og hann beið hún endalyktanna með undirgefni.
Hér um bil einni klukkustund áður en hann andaðist ávarp-
aði hann hana með nafni, benti upp i loftið og sagði:
15*