Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 9
MORGUNN
135
dagblaði, að spíritistar mundu nú vera þriðja stærsta trú-
máladeildin á Englandi. Fyrir tiltölulega fáum árum voru
þeir fyrirlitnir af öllum almenningi sem fáfróðir vitleysing-
ar. Þessi hefir breytingin orðið, af því að þeir hafa fært
sér árangur sálarrannsóknanna í nyt. Aukningin stafar ekki
af neinni afburða ræðusnild, sem spíritistarnir eigi á að
skipa við guðsþjónustur sinar. Síður en svo. Vitaskuld eiga
þeir í sínum hópi afburða ræðumenn. En þeir geta ekki
alstaðar verið. Og alment er um það kvartað, að ræðu-
mennirnir séu lítilsigldir. Þar á við hið fornkveðna: »Upp-
skeran er mikil, en verkamennirnir fáir«. En þessir lítil-
sigldu ræðumenn hafa boðskap að flytja, sem fólk þráir að
heyra. Og svo er annað, sem sjálfsagt er mest um vert:
þeir setja tilraunir til sambands við annan heim inn í
guðsþjónustur sínar, hvenær sem því verður með nokkuru
móti viö komið.
Prestarnir eru margir farnir að sjá það, að þeir geta
ekki skipað sér utan við þessa hreyfingu. Á mjög fjöl-
mennum fundi í London i siðastliðnum júnímánuði kom
einn af leiðtogum spíritistanna, hin mesta merkiskona, sem
hefir náið samband við ýmsa helztu prestana, með eftir-
farandi staðhæfingu: »Um alt landið eru prestarnir að leggja
stund á að kynna sér málið um framhaldslífið, með ein-
lægni og opnum hugum. Eg hygg að mörg yðar munduð
verða forviða, ef þið fengjuð að vita, hve margir þeir prest-
ar eru, sem nú bera vitni uin þau sannindi, er vér höfum
þolinmóðlega verið að halda fram um mörg ár.«
Enskir prestar hafa gert meira. Nú í sumar hefir flokk-
ur af Lundúna-prestum stofnað með sér félag til þess að
rannsaka og boða sambandið við annan heim. Einn af
leiðtogum þeirra er erkidjákni, sem er mjög virðuleg staða
í ensku þjóðkirkjunni, gengur næst biskupstigninni. Þeir
nefna félagsskap sinn »Order of the Preparation for the
Communion of Souls«, (Regla til undirbúnings samfélagi
sálnanna). Stefnuskrá þeirra er þessi:
1. Að staðfesta af nýju trúna á tákn og stórmerki,