Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 9

Morgunn - 01.12.1935, Page 9
MORGUNN 135 dagblaði, að spíritistar mundu nú vera þriðja stærsta trú- máladeildin á Englandi. Fyrir tiltölulega fáum árum voru þeir fyrirlitnir af öllum almenningi sem fáfróðir vitleysing- ar. Þessi hefir breytingin orðið, af því að þeir hafa fært sér árangur sálarrannsóknanna í nyt. Aukningin stafar ekki af neinni afburða ræðusnild, sem spíritistarnir eigi á að skipa við guðsþjónustur sinar. Síður en svo. Vitaskuld eiga þeir í sínum hópi afburða ræðumenn. En þeir geta ekki alstaðar verið. Og alment er um það kvartað, að ræðu- mennirnir séu lítilsigldir. Þar á við hið fornkveðna: »Upp- skeran er mikil, en verkamennirnir fáir«. En þessir lítil- sigldu ræðumenn hafa boðskap að flytja, sem fólk þráir að heyra. Og svo er annað, sem sjálfsagt er mest um vert: þeir setja tilraunir til sambands við annan heim inn í guðsþjónustur sínar, hvenær sem því verður með nokkuru móti viö komið. Prestarnir eru margir farnir að sjá það, að þeir geta ekki skipað sér utan við þessa hreyfingu. Á mjög fjöl- mennum fundi í London i siðastliðnum júnímánuði kom einn af leiðtogum spíritistanna, hin mesta merkiskona, sem hefir náið samband við ýmsa helztu prestana, með eftir- farandi staðhæfingu: »Um alt landið eru prestarnir að leggja stund á að kynna sér málið um framhaldslífið, með ein- lægni og opnum hugum. Eg hygg að mörg yðar munduð verða forviða, ef þið fengjuð að vita, hve margir þeir prest- ar eru, sem nú bera vitni uin þau sannindi, er vér höfum þolinmóðlega verið að halda fram um mörg ár.« Enskir prestar hafa gert meira. Nú í sumar hefir flokk- ur af Lundúna-prestum stofnað með sér félag til þess að rannsaka og boða sambandið við annan heim. Einn af leiðtogum þeirra er erkidjákni, sem er mjög virðuleg staða í ensku þjóðkirkjunni, gengur næst biskupstigninni. Þeir nefna félagsskap sinn »Order of the Preparation for the Communion of Souls«, (Regla til undirbúnings samfélagi sálnanna). Stefnuskrá þeirra er þessi: 1. Að staðfesta af nýju trúna á tákn og stórmerki,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.