Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 61
MORGUNN
187
var auðséð, að hann var þreyttur. Hann hafði þúsund sinn-
um áður svarað þessari spurningu.
»Hafið þér nokkurn tíma athugað, hvort tilraun mætti
•gjöra til þess að halda miðilsfund í flugvélarklefa, hátt
uppi yfir jarðneskum truflunum?« spurði eg. »Mundi það
ekki geta aukið samstillinguna?«
Hann strauk lítið eitt skjálfandi hendinni yfir þreytu-
legar augabrýrnar og virtist hlýða á mig með lítilli at-
hygli. Nú reis hann alt í einu upp i stólnum.
»Nei, eg hefi aldrei hugsað um slíka tilraun, en það
er athyglisverð hugmynd. Eg er þó hræddur um, að há-
vaðinn í vélinni mundi trufla miðilinn«.
»Ef slík tilraun væri einhvern tima gjörð«, sagði eg,
»þá væri mikilsvert að reyna að nota útvarpstæki til að
styrkja sambandið«.
Eins og með fyrri hugmyndina kom eg með þetta af
ásettu ráði, til að reynu að fá viðtalið frubrugðið þeim,
sem áður höfðu verið birt.
»Vitið þér það«, sagði hann með snert af ákafa í
fómnurn, »að í Englandi höfum vér fengið vitneskju frá
ungum loftskeytamanni, sem hafði stöð annaðhvort í Man-
chester eða Birmingham — eg man ekki hvort heldur —
um að hann hafi fengið kynleg tákn, sem ekki varð lesið
úr eftir neinum stafalykli, sem hann þekti? Það gæti gef-
ið einhverja bendingu«.
Eg var enginn spíritisti, og þötti mér þetta veik von
að byggja á.
Snemma í síðastliðnum febrúarmánuði sagði mér Mere-
dith Hayes bókhaldari i New York og kona hans Mary
Schumann Hayes skáldsagnahöfundur, að hjá miðlinum
Frank Decker hefði komið fram rödd Conans Doyle á mið-
ilsfundi, sem einstakir menn hefðu stofnað til, þar sem við
voru staddir karlar og konur af háum og ríkum stéttum.
Hayes kom á fundi, sem til var boðað fundarmönnum.
Fundarmenn voru tuttugu og tveir. Eg var kyntur fyr-
ir mörgum af þeim áður en fundurinn byrjaði. Mér virtust