Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 13
MORGUNN
139
til að hlusta á hann. Tómasarnir eru margir. Postulum
fyrstu kristninnar hefði fráleitt orðið mikið ágengt, ef þeir
hefðu ekkert getað annað en haldið ræður.
Vér þurfum að fá táknin inn í kirkjurnar eins og í
upphafi kristninnar, skygnilýsingar sannanamiðla og lækn-
ingarnar.
Eg veit, að ekki er að þessu hlaupið. Eg veit, að það
gerist ekki i einum hvelli. Við stöndum furðulíkt að vígi
með þessa siðabót eins og siðskiptamennirnir hér á landi
á 16. öldinni. Þeir höfðu engar bækur á sinni tungu. Þeir
höfðu enga presta, sem voru færir um að flytja hinn nýja
boðskap, í raun og veru enga presta, sem neinn boðskap
gátu flutt. Og þeir áttu að flytja boðskapinn mjög fáfróð-
um almenningi, sem að sjálfsögðu veitti örðugt að skilja
andlegar nýungar. Samt varð ísland mjög lúterskt Iand.
Oss vantar bækur á vorri tungu. Oss vantar miðla. Eg veit
svo sem um örðugleikana. En vér höfum ágætlega, ment-
aða, víðsýna og frjálslynda prestastétt og vel fræddan al-
menning. Hvað mundi siðskiptamönnunum hafa fundist um
slík hlunnindi!
En eitt atriði er það þó, sem gerir aðstöðu hinnar
nýju siðabótar margfalt auðveldari en á 16. öldinni. Það er
óhugsandi annað en að mönnum hafi fundist siðaskipti 16.
aldarinnar svipta sig dýrmætum verðmætum. Hér er ekki
um neitt slíkt að tefla. Hér er eingöngu að því stefnt að
auðga hið andlega líf þjóðarinnar að nýjum verðmætum
— auðæfum, sem nú eru ný í meðvitund fólksins, þó að
þau séu jafngömul kristninni.
Eg ætla ekki að fara að lengja þetta erindi með tali
um það, hvernig því megi framgengt verða, sem fyrir mér
vakir og þeim ensku prestum, sem eg hefi verið að segja
ykkur frá. Mér finst nógur tíminn til að tala um það, þeg-
ar menn eru farnir að vilja það. En ekki er eg í neinum
vafa um það, að unt er að koma því í framkvæmd hvað
af hverju, þegar menn eru orðnir ráðnir í að vilja það.
Mér finst, að sú skoðun þurfi naumast neinnar rök-