Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 89
MORGUNN
215
því, hverjir fengju að nota mig, þegar eg væri solnaður.
Svo að Hindúinn svæfði mig og skilaði mér svo til þeirra,
sem nauðsynlegir voru til þess að fá því framgengt, sem
til var stofnað, og hann tók að sér ábyrgð á þeim, sem á
eftir honum komu. Hann stóð undantekningarlaust við
samning sinn, og árangurinn af þessu fyrirkomulagi var
sá, að öll þau ár, sem eg fékst við miðilsstörf, leið mér
aldrei illa nokkura stund, né heldur svaf eg illa nokkura
nótt fyrir mína sálrænu starfsemi.
Hindúinn talaði aldrei. Hann var kynlegur maður.
Hann leit með fyrirlitningu á allar tilraunir til þess að fá
hann til þess að tala ensku. Það þótti honum ósamboðið
stétt hans; en hann kunni sitt verk og leysti það vel af
hendi.
Smám saman fór eg að verða var við margar verur,
og eg þekti hverja þeirra af áhrifunum, sem návist þeirra
hafði á mig. Meiri hluti þeirra var Englendingar og flokkur-
inn virtist hafa safnast saman vegna þessa sérstaka verks,
sem mér var ætlað.
Starf miðilsins Mrs. Osborne Leonard í sambandsástandi
var mjög ólíkt mínu starfi, en hjá henni komst á sama
meginregla. »Feda« er leiðsagnarandinn, sem ber ábyrgð
á miðlinum. Ef einhver önnur vera á að fá að taka við
stjórninni, þá verður »Feda« að fá fulla vissu um, að sú
vera sé hæf til þess og fær um það. »Feda« er ekki
að eins vitur vera, heldur er hún eins og sía, sem aðrar
verur verða að komast gegnum til þess að komast að
Mrs. Leonard. Það er vernd miðilsins. Eg hefi sannfærst
um það, að reglubundið miðilsstarf er undir því komið, að
til sé einhver við hina hlið lífsins, sem lítur eftir þessu,
hefir umsjón með likama miðilsins og velur þá vandlega,
sem eiga að fá að nota hann. Sá miðill, er leyfir hverjum
sem vera skal að stjórna sér, er ekki eingöngu óhygginn,
heldur stofnar til vandræða.
Eg gerði mér ekki grein fyrir þeim feikna mikla skipu-
lagsbundna félagsskap, sem verður að vera bak við trance-