Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 112
238
MORGUNN
að losa sjálfan sig við þelta líf, sem ekkert hafði honurrj'
að bjóða annað en eymd, og fremja sjálfsmorð.
Eg vissi nokkuð um það af reynslu sjálfrar mín, hverj-
ar tilfinningar hans voru, og af reynslu sjálfrar mín vissi
eg líka, hve árangurslaust það mundi vera að reyna að
hugga hann með þeim hugsunum, sem rétttrúnaðurinn
hefir löghelgað.
Tíl hvers var að segja honum að konan hans væri
farin upp i einhvern fjarlægan himin? Þar sem hún lifði
friðsamlegu og ánægjulegu lífi? Þar sem þau kynnu ef til
vill einhvern tima að hittast og þekkja hvort annað? Þar
sem þau kynnu ef til vill að komast að raun um, að þau
ástarbönd, sem höfðu tengt þau saman á jörðinni, héldust
enn?
Eg vissi hvað það var, sem fylti hann svartri örvænt-
ing og olli því, að honum virtist Iífið óbærilegt. Það var
sú hugsun, að um öll þau löngu ár, sem hann kynni að
verða að lifa á jörðinni, ef hann stytti sér ekki sjálfur
aldur, yrði hann sviftur ást, samúð og félagsskap konunn
ar sinnar; að allan þennan tíma gæti engin hugsun, engin
ástrik skilaboð frá henni nokkurn tíma komist í gegnum
þann ósýnilega garð, sem nú var milli þeirra, og náð til
hans hungruðu sálar! Trúarbrögðin höfðu kent honum mik-
ið, sem hafði hjálpað honum til að gera skyldu sína, göf-
ugmannlega og óeigingjarnlega, en þau höfðu ekki gefið
honum neina ástæðu til þess að vænta þeirrar huggunar,
sem hann þráði — huggunar, sem sérhver sál grátbiður
um, þegar eins er ástatt.
Mér fanst eitthvað segja við mig: »Segðu honum dá-
lítið af því, sem þú veizt um englana og þjónustu þeirra.
Hann mun trúa því«.
Eg sagði honum, hvernig eg hefði séð andalíkama
konunnar hans, nú orðin dýrlegan, uppi yfir útslitnum
jarðneska líkamanum. Eg sagði honum, að þeir, sem kall-
aðir væru dauðir, gætu oft komið aftur til ástvina sinna
á jörðunni. Eg sagði honum að eg hefði oft séð engla