Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 96
222
MORGUNN
þrár þeirra fengju fullnægingu. Aðra sá eg deyja, sern
voru svo bugaðir af líkamlegum vanstyrk og hugarþreytu,
að þeir virtust hvorki færir um að vona neitt né óttast,
og biðu dauðans eins og þeim stæði alveg á sama hvað
á eftir kynni að koma.
Eg sá að andlát sumra manna var rólegt og friðsam-
legt, eins og þegar börn sofna. Og hjá sumum sá eg að
likamlegu þrautirnar héldu áfram, fram að siðasta andar-
takinu og það var hræðilegt að horfa á þá, En skeflilegra
var andlát þeirra manna, sem gerðu sér grein fyrir því, að
endalok lífsins væru í nánd, voru gagnteknir af skelfingu
út af því, sem þeirra kynni að bíða eftir á, og börðust
fyrir lifinu, righéldu sér í það og grátbændu um það að
sér yrði Ieyft að lifa. Því fer betur, að slíkt er sjaldgæft.
Flestir þeirra, sem eg sá deyja, önduðust í sljóleika ástandi
og virtust ekki færir um að finna til neins eða láta neina
geðshræring i ljósi.
En eg tók oft eftir því, hvernig sem ástatt var likam-
lega eða sálarlega um sjúklingana, að rétt á undan and-
látinu virtust þeir sjá og kannast við einhvern, sem ekki
var einn af þeim, sem við rúmið voru, og ekki sjáanlegur
þeim, sem þar voru. Eg hefi séð konu, sem hafði verið í
svefnsýki-ástandi klukkutímum saman, ljúka alt í einu upp
augunum með glaðlegum undrunarsvip, rétta út hendurnar
eins og hún ætlaði að taka i ósýnilegar hendur, sem henni
væru réttar, andvarpa eins og henni létti fyrir brjósti, og
andast samstundis. Eg hefi séð mann, sem hafði engst
sundur og saman af þrautum, verða alt í einu rólegan,
hvessa augun á það, sem þeim er voru að athuga hann
sýndist ekki annað en autt rúm; hann virtist fagna því að
þekkja þar einhvern, nefndi nafn, eins og hann væri að
heilsa honum glaðlega, og dró andann í síðasta sinn.
Eg minnist andláts konu, sem þjáðist af hinum hræði-
legasta sjúkdómi, illkynjuðu krabbameini. Hún þjáðist afskap-
lega, og hún bað innilega um það, að dauðinn mætti
koma bráðlega til hennar og binda enda á þrautirnar.