Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 55
MORGUNN
181
engillinn« boðar ekki eingöngu það sem eðlilega er búist
við, heldur lika stundum það, er maðurinn, ‘er verður hans
var, veit alls ekkert um. Ein norsk kona segir svo frá:
»Það var árið 1901. Eg dvaldist í Kristjaníu hjá hjónum,
sem voru náskyld mér. Þau áttu engin börn. Hjónin höfðu
farið að heiman tveimur dögum áður, og ætluðu að koma
heim klukkan að ganga 12 að kvöldi þessa dags. Vinnu-
stúlkan hafði farið heim tíl sín þetta kvöld, svo að eg
var ein í húsinu. Eg ætlaði að fara að hátta, en þá heyrði
eg þau koma. Eg heyrði götudyrahurðinni lokið upp, heyrði
þau koma upp stigann, opna ganghurðina og tala saman
Mér virtist frændi minn bera eitthvað þungt, og eg heyrði
þau tala um »að fara varlega«. Eg gat ekki skilið, hvað
þau gætu verið að flytja heim til sín. Eg bjóst við, að eg
mundi heyra þau opna herbergishurðina og fara þar inn
En alt í einu varð alt hljótt. Hér um bil 10 mínútum síðar
heyrði eg riákvæmlega sama hávaðann. í þetta skifti komu
þau í raun og veru, og þau komu með litla frændkonu
sína; hún var steinsofandi, og þau urðu að gæta þess að
vekja hana ekki. Morguninn eftir sagði eg þeim, hvað eg
hefði heyrt, og frændi minn svaraði: »Þetta er ekkert und-
arlegt; þú hefir aðeins heyrt til »varðengilsins«.
Þetta fyrirbrigði er víst ekki mjög fágætt hér á landi.
Hannes Hafstein sagði mér, að hann hefði um eitt skeið
æfi sinnar nærri því daglega séð mann á götunum í Reykja-
vík, áður en hann mætti honum i raun og veru. Stundum
var þetta svo ljóst, að hann ætlaði að fara að heilsa svipn-
um, eða hvað sem maður á nú að kalla þetta. En þá hvarf
það á augabragði.
Eitt fyrirbrigði, mjög ljóst, af þessu tæi hefir gerst á
minu heimili. Það var skömmu eftir að bilar fóru fyrst að
fara hér um nágrennið. Eg fór í bil einn sunnudag suður
að Vifilstöðum til þess að gera þar eitthvað fyrir sjúkling-
ana. Billinn hélt áíram þaðan til Hafnarfjarðar, og bílstjór-
inn lofaði mér því, að hann skyldi taka mig á ákveðnum
tíma, þegar hann færi aftur til Reykjavikur. Um þetta var