Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Side 55

Morgunn - 01.12.1935, Side 55
MORGUNN 181 engillinn« boðar ekki eingöngu það sem eðlilega er búist við, heldur lika stundum það, er maðurinn, ‘er verður hans var, veit alls ekkert um. Ein norsk kona segir svo frá: »Það var árið 1901. Eg dvaldist í Kristjaníu hjá hjónum, sem voru náskyld mér. Þau áttu engin börn. Hjónin höfðu farið að heiman tveimur dögum áður, og ætluðu að koma heim klukkan að ganga 12 að kvöldi þessa dags. Vinnu- stúlkan hafði farið heim tíl sín þetta kvöld, svo að eg var ein í húsinu. Eg ætlaði að fara að hátta, en þá heyrði eg þau koma. Eg heyrði götudyrahurðinni lokið upp, heyrði þau koma upp stigann, opna ganghurðina og tala saman Mér virtist frændi minn bera eitthvað þungt, og eg heyrði þau tala um »að fara varlega«. Eg gat ekki skilið, hvað þau gætu verið að flytja heim til sín. Eg bjóst við, að eg mundi heyra þau opna herbergishurðina og fara þar inn En alt í einu varð alt hljótt. Hér um bil 10 mínútum síðar heyrði eg riákvæmlega sama hávaðann. í þetta skifti komu þau í raun og veru, og þau komu með litla frændkonu sína; hún var steinsofandi, og þau urðu að gæta þess að vekja hana ekki. Morguninn eftir sagði eg þeim, hvað eg hefði heyrt, og frændi minn svaraði: »Þetta er ekkert und- arlegt; þú hefir aðeins heyrt til »varðengilsins«. Þetta fyrirbrigði er víst ekki mjög fágætt hér á landi. Hannes Hafstein sagði mér, að hann hefði um eitt skeið æfi sinnar nærri því daglega séð mann á götunum í Reykja- vík, áður en hann mætti honum i raun og veru. Stundum var þetta svo ljóst, að hann ætlaði að fara að heilsa svipn- um, eða hvað sem maður á nú að kalla þetta. En þá hvarf það á augabragði. Eitt fyrirbrigði, mjög ljóst, af þessu tæi hefir gerst á minu heimili. Það var skömmu eftir að bilar fóru fyrst að fara hér um nágrennið. Eg fór í bil einn sunnudag suður að Vifilstöðum til þess að gera þar eitthvað fyrir sjúkling- ana. Billinn hélt áíram þaðan til Hafnarfjarðar, og bílstjór- inn lofaði mér því, að hann skyldi taka mig á ákveðnum tíma, þegar hann færi aftur til Reykjavikur. Um þetta var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.