Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 76
202
MORGUNN
ar, er hann nýtur sera vísindamaður. Ummæli hans komu
fram í samtali við enskan blaðamann, er lagði fyrir hann
nokkurar spurningar. Meðal annars svaraði Sir Oliver eftir-
farandi spurningum.
Spurning: Lítið þér svo á, sem samband við framliðna
menn sé að öllu leyti rangt, mjög hættulegt og óvirðing
fyrir þá framliðnu?
Svar: Það er ekki óvirðing fyrir neinn að gefa honum
tækifæri til að tala við vini sína. Framliðnir menn halda
sínum ástúðar tilfinningum. Minnið og skapgerðin heldur
áfram.
Spurning: Er spititisminn, eins og biskupinn fullyrðir,
ónýt tímaeyðsla fyrir jarðneska menn?
Svar: Framliðnu mennirnir eru ekki liðnir undir
lok, né heldur er fyrir það girt, að til þeirra verði
náð. Kærleikurinn heidur áfram, og getur brúað gjána.
Spurning: Hafið þér kynst miðlum, sem hafa kannast
við, 1. að sambandið sé hættulegt; 2. að þeir komist í
í samband við illa anda, sem ekki geti gert annað en
mein?
Svar: Áreiðanlegir miðlar vita það, að sambandið er
hættulegt, ef lagt er út í það með léttúð, en að það er
það ekki, ef til þess er stofnað af alvöru og með bænar-
hug.
Spurning: Er miðilisgáfan, eins og biskupinn heldur,
fjarhrifaskilningur á hugum fundarmanna?
Svar: Menn, sem hafa orðið fyrir ástvinamissi, halda
þetta oft, áður en þeir hafa fengið verulega reynslu af
málinu, en það er ekki skoðun þeirra, sem hafa rannsakað
málið.
Hér skal að eins minst á svör þriggja presta
^Tvara*111 ummælum Lundúnabiskupsins, Síra G.
Maurice Elliott, ritari prestafélags þess, sem
valdið hefir mótmælum biskupsins, segir meðal annars í
einu stórblaðinu í London: »Vér finnum, að biskupinn hef-
ir misskilið það, er fyrir oss vakir sem kristnum spíritist-