Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 66
192
MORGUNN
í nokkra daga leit svo út, að ekkert gæti orðið úr þvi,
vegna þess að ekki væri kostur á að fá hentuga flugvél.
Á endanum tókst mér þó að fá »the American Air Lines«
til að leigja mér Douglas flutningsvél (af þeirri tegund,
sem síðast flaug frá Englandi til Ástralíu á lítið meira en
2 dögum) til þess að fljúga einn klukkutima yfir New York
að næturþeli.
Everett F. Britz, sem sjálfur er flugmaður (hann stýrði
sprengjuvél í styrjöldinni) og féhirðir fyrir allsherjarsam'
kundu spíritista, sá um greiðslu á leigunni.
Þegar dagurinn kom, sem ákveðið var að fljúga, leit
alt annað en vel út til þess með veður. Það var reglulegt
vonzkuveður, fýluþoka og í austri frá býlunum í Kansas
og Suðvesturlandinu bárust í loftinu kynstur af óhreinind-
um. Við hefðum orðið að fljúga gegnum dimm ský kring
um New York.
En undir sólsetur fór að birta í lofti og þegar við fór-
um út á flugvöllinn eftir sólsetur, var kvöldstjarnan sýni-
leg á heiðum bletti á himninum.
Vegna Evrópuflugsins mátti Mackenzie ekki fara af
flugstöðinni þetta kvöld, svo Mac Hill var látinn fara til
að stýra förinni. Hann hafði aldrei verið á miðilsfundi og
aldrei flogið. Hann var viðstaddur við Newark flughöfnina
þegar flugið var undirbúið og einnig Charles E. Bailey
fyrir hönd flugfélagsins. Á klefunum var ekki annar undir-
búningur en að breiða fyrir gluggana til þess að útibyrgja
tunglsbirtuna og stjörnuljós.
Farþegar í vélinni fyrir utan ungfrú Tofe miðilinn, og
Ford. Britz, dr. Webster, Hill, Hayeshjónin og Bailey,
voru prinsessa Lora Rospigliosi, frú Channcey Olcott, Ned
Biddison og frú, Jakob Padawer (fulltrúi), konan mín Clara
Goldstrom og eg. Flugstjórar voru John D. Deater og
Charles Moris.
í flugvélinni.
í fjórum miðsætunum sátu ungfrú Tofe, Ford, Hill og