Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 60
186
M 0 R G U N N
Miðilsfundur í flugvél.
Furðuleg afleiðing af samtali við Conan Doyle.
Enska blaðið »Psychic News« flutti 4. maí á þessu
ári nákvæma frásögn af raddamiðilsfundi, sem var haldinn
í flugvél uppi yfir New York. Frásögnina ritaði sá maður,
sem undirbjó fundinn, að nafni John Goldstrom, og hefir
hann merkilega sögu að segja, er hér fer á eftir.
»Þetta er æfintýri furðulegra en sjálfur dauðinn«.
Þessi orð voru töluð af andarödd í myrkum klefa í
flutningaflugvél á næturflugi eina mílu uppi yfir ljósunum
í New York, og á þau hlýddu þrír menn, som þektu mál-
róm sir Arthurs Conan Doyles.
Sagan byrjar meira en 12 árum áður en fundurinn var
haldinn í flugvélinni. Þar sem eg fékst við að rita um flug-
ferðir og vísindi alment, fékk eg einkaviðtal við Conan
Doyle í Shoreham veitingahúsi í Washington og ritaði frá-
sögn um fyrirlestur hans um sálræn fyrirbrigði.
Frú Doyle var viðstödd nokkuð af viðtalinu. Maður
hennar var sýnilega þreyttur á hinni stöðugu plágu, að
veita blaðamönnum viðtal, sem sumir hverjir töluðu svo af
léttúð um málefni, sem honum bókstaflega var kærara en
sjálft lífið.
í viðtalinu spurði eg Sir Arthur: »Hvers vegna er
myrkur nauðsynlegt til að fá sálræn fyrirbrigði með trance-
miðli ?«
»Það styrkir«, svaraði hann, »hinar sálrænu sveiflur,
sem valda því, að skeytin koma, með því að draga úr
jarðneskum truflunum og hjálpa þannig til að koma á sam-
stilling með miðlinum«.
Þótt hann að eðlisfari væri þolinmóður og kurteis,