Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 36
162
MORGUNN
þráa og vona, sem uppbót þess, er aldrei getur fundist
og verður aldrei til.
En er ég nú stundum horfi yfir farinn veg, með þekk-
ingu þá í huga, sem sálarrannsóknirnar hafa borið inn í
lif mitt, er ég virði fyrir mér reynslu þá, sem mér hefir
hlotnast á þessu sviði, þá furðar mig mest á því, hversu
fávislega og heimskulega ég ályktaði á þeim árum, er sál
og likami voru í mínum augum eitt og hið sama.
Eg hefi af og til verið að segja ykkur frá því, hvers-
vegna eg sneri baki við algleymiskenningum efnishyggju-
stefnunnar og notað einkum til þess sannanir þær, er eg
er sannfærður um að framliðnir vinir mínir hafa verið, og
eru enn, að færa mér, fyrir sjálfstæðri framhaldstilveru
sinni í öðrum heimi, ef rétt er að kveða svo að orði, og
með hina fengnu þekkingu í huga, finn eg bezt, í hve
mikilli þakkarskuld eg stend við alla þá, sem þar hafa
greitt götu mína, og þá ekki sizt við miðlana, sem með
dásamlegum hæfileikum sínum hafa veitt mér og svo
mörgum öðrum, bæði þessa heims og annars, uppfylling.
helgustu vona sinna og þráa.
En að þessu sinni ætla eg að breyta nokkuð til um
efnivið erindis míns, og segja ykkur frá nokkrum öðrum
atriðum úr sálrænni reynslu minni, sem einnig hafa rent
stoðum undir þá sannfæringu mína, að mannssálin væri,
eitthvað meira en venjuleg efnisafurð.
Þið hafið oft heyrt minnst á fyrirbrigði þau, er menn
nú nefna sálfarir, þessi fyrirbrigði, sem ómótmælanlega
virðast sanna sjálfstæði sálarinnar, þar sem athugun á þeim
virðist hafa leitt það í ljós, að sálin geti yfirgefið hinn
jarðneska líkama í bili, starfað utan við hann, og farið
sinna ferða.
Og með það í huga, sem ykkur hefir verið sagt af
þeim, finn eg að vísu, að það muni vera að bera í bakka-
fullan lækinn fyrir mig, að gera þesskonar atriði úr reynslu
minni að umtalsefni.
En eg lít eigi að síður svo á, að málefninu sé það