Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 24
150
M 0 R Ct U N N
Anðlát Lúðvígs Dahls
og kaflar úr síðustu bók hans.
Hallgrímur Jónsson ritaði á isíensku.
Sumarið 1934 ferðaðist eg um Norðurlönd. Við hjón-
in vorum stödd í Noregi, þegar vildi til sviplegt fráfali
Lúðvígs Dahls, bæjarfógeta. Hann var merkilegur sálar-
rannsóknarmaður. Var mikið um hann ritað í norsk blöð.
Skal hér sagt frá andláti hans.
Tíðindamanni farast þannig orð: »SóIin stafar ríkulega
geislum yfir Friðriksstað í dag. Og hægur andvari bærir
fánana, sem dregnir eru í hálfar stengur, til þess að votta
hljóðlegt þakklæti merkum manni, sem horfinn en sjónum
vorum. En það er líkast því, sem einhver innri eftirvænting
fylli hugi ibúanna. Það berst með golunni, að burtför þessa
manns er ekki eins og annara manna. Er eitthvað að ger-
ast, sem færir oss nær sannleikanum um lífið eitir dauð-
ann? — Og hvernig gerist það? Skamt frá Friðriksstað
kemur likfylgd móti mér á veginum. Það er verið að flytja
lik Dahls bæjarfógeta til Osló. Þar á að brenna líkið í
gamla líkbrensluofninum, klukkan hálfgengin tvö.
Friðþjófur heitir eini eftirlifandi sonur Dahls. Hann seg-
ir svo frá slysinu:
»Móðir mín og eg vorum ein heima í þorpinu. En
Ingeborg systir mín dvaldi á landsetri voru með föður
okkar. Það var í Hankö. Klukkan hálfgengin 12, 8. ágúst
1934, fóru þau, faðir minn og Ingeborg skemtigöngu út að
sjónum. Systir mín má ekki baða sig eins og stendur. Hún
var talsvert veik í vetur.
Gengu þau nú norðvestan eyjarinnar. Sýndi systir mín
föður sínum. vikina Var þar gott að synda, en grunt hafði
verið þar, sem þau voru vön að baða sig. Gengu þau nú