Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 74
200
MOllGUNN
Ritstjórarabb Morguns
um hitt og þetta.
Undirtektir.
Þegar eg var nýkominn til norðurlands í
aö^Undirfelli s^ustu sumardvöl mína þar, fékk eg til-
mæli um að flytja erindi á fundi, sem Guð-
brandsdeild Prestafélags íslands ætlaði að halda að Und-
irfelli 18. ágúst síðastliðinn. Þó að það lengdi dvöl mína
nyrðra meira en jeg hafði hugsað mér, fanst mér ég ekki
geta skorast undan þessari vingjarnlegu málaleitun. Erindið,
sem ég flutti að Undirfelli, er prentað í þessu hefti Morg-
uns, með litlum úrfellingum.
Það er kunnugt um suma prestana, sem
þennan fund sóttu, að þeir eru sálarrann-
sóknamálinu einlæglega hlyntir. Tveir þeirra höfðu beðið
mig að flytja ræðu í guðþjónustum sínum, og ég gerði það.
Samt varð það ekki þeirra hlutskipti að svara erindi mínu
á þessum fundi, heldur kennimanns, sem eg hefi ekki heyrt,
að hafi opinberlega látið sálarrannsóknirnar til sín taka. Sá
kennimaður er prófasturinn í Skagafirði, sira Guðbrandur
Jónsson. Svar hans gat ekki verið ástúðlegra en það var.
Meðal annars lýsti hann fullkominni samúð sinni með þeirri
hugsun, að kirkjan færi að færa sér í nyt náðargáfurnar
eða »andagáfurnar«, sem Páll postuli talar um í 12. kapi-
tula fyrra Korintubréfsins og vill ekki að menn séu fáfróðir
um. Það eru vitanlega sömu gáfurnar, sem þeir menn hafa,
er nú eru nefndir miðlar. Fundurinn var hinn ánægjulegasti.
Kirkjan var troðfull og menn hlustuðu með mikilli athygli
á það, sem fram fór. Sóknarnefnd Undirfells stóð fyrir
veitingum af rausn og prýði. Eini ánægjuspillirinn var
veðrið, sem var fúlt og kalt, svo að það var merkilegt,
hve fjölsótt þessi samkoma var.