Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 43
MORGUNN
169
veru með jarðlifsverkum mínum, og hlaut þvi að verða
að taka þeim afleiðingum verka minna; bezt myndi að
bíða rólegur, einhverntíma mundi birta betur, og ef til
vildi gæti eg á einhvern hátt enn stuðlað að því sjálfur
og máske lært ennþá, eitthvað af því sem eg hafði ef til
vill vanrækt.
Eg settist niður í græna, grasivaxna laut og var að
hugsa um liðna timann, en eg hlaut brátt annað að hugsa
um.
Yndislegur hljóðíærasláttur barst að eyrum minum;
fegri eða unaðslegri tóna hefi eg aldrei heyrt; það var
eins og með þeim bærist ósegjanlegur fögnuður og friður
inn í sál mína, eg gleymdi rökkurhúminu umhverfis mig,
og sál mín var full af glampandi fögnuði yfir því að lifa.
Tónarnir smádóu út, og alt var sem fyr.
Hvaðan komu þessir tónar? Eg litaðist um, en gat
ekkert greint, er færði mér neina vitneskju um það; eg sá
ekki nokkurn mann nálægt mér, en þó virtist mér sem eg
væri ekki einn.
Mér heyrðist eg samstundis heyra óm af mannamáli,
rétt hjá mér; engan sá eg að vísu, en svo sannfærður var
eg um þetta, að eg spratt á fætur, og kallaði: Er nokkur
þarna?
»Your brother and friend in the spirit«, heyrði eg
sagt á ensku við hlið mér með ástúðlegri rödd, og nú sá
eg að ósegjanlega ástúðleg vera stóð við hliðina á mér.
»Finnast þér ekki móttökurnar dálítið einkennilegar, sem
við veitum þér, vegmóðum gesti vorum, en þö þú hafir
ekki séð oss, þá höfum vér ei að síður fylgst með hverju
fótmáli þínu, síðan þú lagðir af stað, skynjað hugsanir
þínar; þér hefur tekist ferðalagið vel og þú hefir verið
fljótur að átta þig á ölfu«.
Nú rétti hann mér hönd sína, en um leið og við tók-
umst i hendur, var eins og hin áðurnefnda rökkurmóða
hyrfi i einu vetfangi, og eg sá nú umhverfis mig skrúð-
grænar hlíðar, spegiltær stöðuvötn, laufgræna skóga,.