Morgunn - 01.12.1935, Blaðsíða 65
MORGUNN
191
sanna neitt, sem ekki hefir þegar áður verið sannað á
vanalegum fundum«.
Honum var bent á, að eitt út af fyrir sig væri það,
að miðillinn mundi ekki vera á þektum stað. í hinum til-
tölulega litla klefa, þótt það væri í 14 farþega flutninga-
flugvél, sem var nákvæmlega rannsakaður áður en vélin
legði af stað úr flughöfninni og í svo mikilli hæð yfir
jörðu, sem slík tilraun aldrei áður hafði verið gjörð, mundi
sönnunin, sem fengist, verða óvenjulega rækileg.
»Miðilshæfileiki minn«, sagði Ford, »er ekki þess eðlis
sem bezt er lagað fyrir þessa sérstöku tilraun. Þér viljið fá
ef hægt er sjálfstæðar raddir, hefir mér skilist, og hafa ein-
hverja viðstadda, sem geta þekt, hvaða raddir það séu eða
séu ekki, sem koma, En eg held eg gæti útvegað radda-
miðil«.
Miðill fenginn.
Að fáum dögum liðnum fórum við heim til ungfrú
Maina L. Tofe. Hún er aðlaðandi og gagnmentuð kona.
Hún hlýddi með athygli á alla ráðagerðina áður en hún
lét til leiðast.
Erfiðara var að fá nokkra flugvélina. Eg þurfti að fá
hina stærstu flugvél, sem hægt væri að útvega, með far-
þegaklefa svo langt frá vélinni, að havaðinn heyrðist sem
minst.
Nokkrir gamlir vinir mínir, sem höfðu forstjórn á flug-
ferðum drógu úr mér kjark. Flugmenn meðal þeirra höfðu
áhuga fyrir þessu, en framkvæmdastjórarnir voru ekki fús-
ir til að leggja út i slika tilraun.
Það hafði meira verið talað opinberlega um svika-
miðla, heldur en þá sem óvéfengjanlega væru áreiðanlegir,
en eg ásetti mér i þessu efni að fara eftir eigin geðþótta
mínum. Eg fór þá á fund Mackenzies forstjóra fyrir »Asso-
ciated Press (dagblaða-bandalagið) og sagði honum, hvað
væri í ráði. Hann sagði að félag sitt hefði mikinn áhuga
á að birta frásögn um flugið, ef það færi fram.