Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 101
BÚFRÆÐIN GURINN
97
víkur, og var það enginn hægðarleikur, þegar engar voru
bílaferðir á milli.
Datt Vilhjálmi þá í hug að kaupa sér „dynamó“ úr bíl,
ö volta, og reyna að lilaða með honum. Litlu síðar fluttist
Vilhjálmur að Narfeyri og hafði þá auðvitað „dynamóinn“
með sér. Á Narfeyri er hvergi vatn nálægt, og varð því
að reyna að nota vindinn. Þetta gekk nokkuð örðugt í
fyrstu, því að vindurinn vill vera ærið misjafn, eins og
kunnugt er. Þegar ég sá þetla lijá Villijálmi, tók ég upp á að
gera það sama, fékk mér (i volta bíl-„dynamó“ og fór að
reyna að láta storminn hlaða. Það var árið 1930. Höfum
við síðan unnið að endurbótum á þessu, og skal ég nú
stulllega skýra frá því tæki, sem orðið liefir til fvrir þessar
tilraunir okkar og ég tel, að vel megi nota fyrir 2 til 3 út-
varpstæki, eða jafnvel fleiri, þar sem stormasamt er.
Venjulegur (i volta „dynamó“ er festur ofan á plankabút
19 tomniu langan. Neðan á þann plankabút er fest 1 tomnni
járnpípa, 7 tómmur að lengd; aftan á plankann er fest
stýri, 13 tonimu langt og er því fest með björum þannig, að
það geti hreyfsl til hliðar, en lítil fjöður heldur því réttu.
Breidd stýrisins er 4% tomma. Neðan á plankann, langs-
eftir, er festur sivalur V> tommu járnteinn; er hann festur
þannig, að hann hæglega geli snúizt og vinkilbeygður i
báða enda, niður að framan, en út lil hliðar að aftan og
tengdur þar við stýrið með sterkum vírteini, sem er hring-
beygður i báða enda og leikur annar endinn i auga á enda
hins umrædda járnteins, en hinn endi vírsins í lykkju, sem
stendur niður úr stýrinu, 2% tommur frá hjörunum. A
fremri enda járnteinsins, sem beygður er beint niður, cr
spaði 12 tonunu langur og 2% tommu breiður; stendur liann
lóðréttur, þegar tækið er ekki í gangi og hallar annari rönd-
inni lítið eitt móti vindi. En þegar tækið er komið í gang
og tekur að hvessa, þá snýst spaðinn til ldiðar og með
honum ásinn, og vegna þess að liann er i sambandi við
slýrið að aflan, þá snýst það líka til hliðar og verður
þetta til þess, að tækið hallast nokkuð úr vindinum og
sleppur þar með við of mikinn snúningshraða.