Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 7
Girðingar
Ejtir Árna Jónsson, tilraunasljóra
Inngangur.
Tilgangur með girðingum er einkum að afgirða einhver ákveðin
svæði, stór eða lítil lönd, s. s. tún, matjurtagarða, engjar, eignarlönd,
húslóðir o. fl. Enn fremur eru girðingar stundum ætlaðar til skjóls.
Allar girðingar eru gerðar til varnar átroðningi manna eða búfjár eða
til gæzlu búfjár.
Því vandaðri sem girðingar eru, bæði hvað efni og vinnu snertir, því
betur ná þær tilgangi sínum. Þær kröfur, sem þarf að gera til girðinga,
eru nokkuð breytilegar eftir því, hvert hlutverk girðingunum er ætlað,
og verður þá efnisval, frágangur og lega í samræmi við þenna tilgang.
Enginn vafi leikur á því, að girðingar eru eitt af grundvallaratriðum
hvers konar ræktunar, svo sem grasræktar, garðræktar, trjáræktar,
kornræktar og annarrar ræktunar. Góðar girðingar bera vitni um
hirðusemi og búmenningu.
Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir nokkrum atriðum varð-
andi girðingar og þá fyrst og fremst varðandi girðingar um tún, engjar
og garðlönd. Ég þakka þeim, sem hafa veitt mér leiðbeiningar varðandi
eftirfarandi ritgerð, einkum þeim Guðmundi Jónssyni, skólastjóra á
Hvanneyri, og Gunnlaugi Kristmundssyni, fyrrverandi sandgræðslu-
stjóra. Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri hefur lesið handritið yf-
ir og gefið mér góðar bendingar.
I. Sögulegt yfirlit.
Landnámsmenn gerðu mikið af görðum. Flestir búendur girtu tún
sín á þann hátt, einnig engjar, heimreiðir, akurgerði og hithaga. Þá
gerðu þeir landamerkjagarða. Voru þeir oft lagðir um heiðar og ó-
byggðir og hin mestu mannvirki. Voru þeir um 172 cm háir, 74 cm