Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 99
BÚFRÆÐINGURINN
97
ingar þið hreppið, hvort þið eruð rólegir, þegar þið komið upp, eða
ekki o. s. frv. En yfirleitt er það þó svo, að einkunnir ykkar segja til
um það í stórum dráttum, hvernig þið hafið tileinkað ykkur námið.
Lágt próf ber því oftast nær að skoða svo, að nemandinn hafi slæmar
námsgáfur eða hafi stundað námið verr en skyldi. Margir ykkar, sem
lága einkunn hafið hlotið, hafið tækifæri til þess að sýna næsta vetur,
hvað í ykkur býr. Og það er alltaf skemmtilegt fyrir hvern nemanda
að geta sýnt, að hann taki framförum, eftir því sem námstíminn leng-
ist. Einn af búfræðingunum, sem fer héðan nú, hafði lága 3. einkunn
á prófinu í fyrra, en í þessu prófi, sem nú er nýlega um garð gengið,
fékk hann 1. einkunn. Þetta dæmi, vildi ég, að yrði ykkur til eftir-
breytni, sem hafið hlotið lága einkunn og verðið hér áfram næsta vetur..
„Fljúgðu, fljúgðu klæði, hvert sem ég vil“. Ég vildi óska þess,. að
skólinn hér megnaði að vera ykkur nemendunum hið sama og klæðið
í ævintýrinu var karlssyni og konungsdóttur. Ég vonast til þess, að nám-
ið hér hafi sýnt ykkur inn á mörg ókunn svið vísinda og tækni, að það
hafi aukið víðsýni ykkar, gert ykkur öruggari og áræðnari í orðum og
athöfnum. Ég vænti þess, að búfræðikunnáttan geri ykkur öruggari,
þegar þið í framtíðinni eigið að stjórna búi ykkar og vera að meira
eða minna leyti forystumanna í félagslífi og menningarstarfi bændanna
í héraði ykkar. Ég óska ykkur þess, að þið öðlizt þekkingu til að beita
að nokkru töfraorðum karlssonarins í ævintýrinu: „Fljúgðu, fljúgðu
klæði, hvert sem ég vil.“
Ég vil að síðustu þakka ykkur öllum fyrir veturinn, kennurum fyrir
gott samstarf, starfsfólki skólans fyrir gott starf og nemendum öllum
fyrir ákjósanlega samvinnu. En sérstaklega þakka ég ykkur, sem eruð
að fara héðan. Ég hef trú á því, að þið munið reynast dugandi menn.
Og fátt gleður okkur hér meira en það að fá góðar fréttir af gömlum
nemendum okkar, heyra um það, að þeir reynist trúir yfir því, sem
þeir eru settir yfir, hvort sem það er stórt eða smátt. Þá hafið þið að
fullu greitt það starf og þá fjármuni, sem nám ykkar hér hefur kostað.
Gleymið aldrei þeirri skuld við land ykkar og þjóð.
Að svo mæltu segi ég slitið bóklega náminu í þetta sinn. Verklega
námið er að hefjast, nýir menn fylla sæti ykkar, sem farið, starfinu er
haldið áfram.
Guðm. Jónsson.
IHJFItÆÐINGUHINN
7