Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 22
20
BÚFRÆÐINGURINN
land, verður að hafa sig til þess að hindra, að girðingin verði á lofti.
Er þetta gert á þann hátt, að sléttum vír eða gaddavír er vafið utan um
hvern streng, þannig að rétt hil haldist á milli strengja, og síðan er
festur þungur steinn í þenna vír, sem með þunga sínum heldur girðing-
unni niðri. Venjulega er ekki ástæða til að grafa slíka sigsteina niður
fyrir frost, en vitanlega er það öruggast. Staurar eða hælar geta ekki
komið í staðinn fyrir sig, því að staurarnir eru léttir og geta losnað og
lyfzt upp. Þó mætti nota staura, sem væru gildari að neðan, ef þeir eru
grafnir um 3 fet og jarðvegur er þéttur. Annars þarf þungi þessa sigs
að vera það mikill, að hann vegi upp á móti þeim krafti, sem leitast við
að lyfta girðingunni í beina stefnu yfir viðkomandi lægð.
b. Vírnetsgirðingar. Vírnetsgirðingar eru frábrugðnar gaddavírs-
girðingum að því leyti, að sléttur vír er notaður í vírnet, eins og fyrr
er getið. Hins vegar eru bæði gaddavírsgirðingar og vírnetsgirðingar
álíka góðar varnargirðingar, ef uppsetning og efni er hliðstætt að
gæðum. Það mun þó vera reynsla manna, að vírnet þolir verr snjó-
þunga en gaddavír, og er því réttara að nota síður vírnet þar, sem snjó-
þungt er. Ending vírnets er tæplega eins góð og gaddavírs og viðhald
vírnets erfiðara vegna þess, að slitna þræði er verra að tengja svo, að
vel sé, og ekki er unnt að skipta um lélega þræði, eins og gera má við
gaddavírsgirðingar. Vinnan við að koma upp vírnetsgirðingu er lítið
eitt minni, annars sami frágangur á öllum venjulegum staurum, horn-
staurum o. fl. Verður því ekki endurtekin lýsing á uppsetningu girð-
ingar.
Eins og fyrr er að vikið, eru vírnet oft 4 til 6 möskva og hæð þeirra
65 til 95 cm. Hið síðar-
nefnda telst fullgild girð-
ing. en ]—2 strengi þarf
með 65 cm neti, til þess að
fjárheld girðing geti talizt.
Ég tel, að 4 möskva vírnet
8. mynd. Notkun vírstrengiáhalds. með gaddavírsstreng undir
og yfir séu mjög góðar
varnargirðingar og e. t. v. þær beztu eða jafnist á við beztu gadda-
vírsgirðingar. Þegar um strengingu vírnets er að ræða, er mjög áríð-
andi, að strengingin verði jöfn á öllum þráðum. Má t. d. framkvæma
strengingu á þann hátt, að 2 plankar (ca. 2X4 þumlunga) (sjá mynd