Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 59
BÚFRÆÐINGURINN
57
hendi. Fullyrða má þó, að miklu meiri munur mun vera á einstak-
lingum innan hvers stofns fyrir sig en á stofnunum innbyrðis. A ég þar
þó einkum við skrokkþunga, ullarmagn og ullargæði, en það skiptir
niestu máli um hið raunverulega verðmæti sauðfjárins. Þess skal þó
getið, að síðan Hestsbúið hóf starfsemi sína, hafa sumir áðurnefndra
fjárstofna verið teknir þar í ræktun. í fjárbókum Hestsbúsins er nú að
finna nokkra vitneskju um afurðagetu, þrif, kynfestu o. fl. innan ein-
stakra fjárkynja, sem eru á Hesti.
Þá er og þess að geta, að í því, sem á undanförnum áratugum hefur
verið ritað um sauðfé og sauðfjárrækt á Islandi, er að finna mat á ein-
stökum fjárkynjum innan íslenzka sauðfjárins, þar sem lýst er að
nokkru kostum og göllum kynjanna. Má þar t. d. nefna bók Sigurðar
E. Hlíðar yfirdýralæknis um sauðfé og sauðfjársjúkdóma svo og ýms-
ar ritgerðir lærðra og leikra um þessi efni. En af mörgum ástæðum
tel ég, að lítið eða ekkert verði hægt að byggja á fjárkynjum sem
slikum, sem enn eru talin vera til, í framtíðarkynbótum íslenzka sauð-
fjárins. Þar verður að velja úr beztu einstaklingana, sem reynast að
Eafa flesta kosti og fæsta galla við rœktun. En um slíkt fæst aðeins
vitneskja við nákvæmt skýrsluhald yfir afurðir, ætt og afkvæmi. Og
niun þá einu gilda, hvort um hyrnt fé er að ræða eða kollótt eða af
hvaða stofni það er talið að vera eða sauðfjárkynjum, sem aðgreind
hafa verið manna á milli á undanförnum áratugum.
Framh.