Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 16
14
BÚFRÆÐINGURINN
4. Vírnet.
Ymsar gerðir eru til af vírnetum, en hér verður aðeins rœtt um vír-
net með tiltölulega mikilli möskvavídd.
Vírnet er gert úr mismunandi mörgum, löngum, sléttum galvaniser-
uðum járnþráðum, sem bundnir eru saman með þverþráðum, og
myndast þá ákveðin möákvastærð. Þverþræðirnir eru tengdir við jað-
2. mynd. 4 möskva vírnet.
ar-langþræðina með því, að þeim er snúið utan um þá, en við alla milli-
vira eru þeir tengdir með vír, sem bundinn er um þá með svokölluðum
„patenthnút". Gildleiki efsta þráðar vírnetsins er oft meslur. Neðsti
þráðurinn lítið eitt grennri, en allir milliþræðir eru nokkru grennri en
fyrrnefndir tveir þræðir. Algengasta hæð vírnets er 65 til 95 cm. Hin
fyrrnefndu eru oft með 5 langþráðum (þ. e. 4 bil), en hin
síðarnefndu með 6 þráðurn og 5 bilum (sjá myndir 2 og
3). Bilið milli þverþráða er venjulega 22—30 cm, þ. e.
lengd möskvanna. Bilið milli langþráða er venjulega mis-
jafnt og fer eftir fjölda bila (eða bliðstætt því sem venja
er til um gaddavírsgirðingar), þannig að bilið milli
Patenthnútur. neðstu þráðanna er mjóst, um 10—15 cm, en efsta bilið
breiðast, eða um 25—30 cm.
Um traustleika og gæði vírnets er líkt að segja og um gaddavír, hvað
snertir galvaniseringu, því að öll vírnet eru galvaniseruð á sama hátt
og gaddavír. Ending vírnets byggist fyrst og fremst á ryðþoli þess.
Þráðþykktin og hnýting (sjá 4. mynd) hefur einnig áhrif á traustleika
og varanleik.
5. Vírlyklcjur cSa kengir.
Til að festa vír og vírnet á tréstaura er stundum notaður venjulegur
saumur, oftast tveggja þumlunga saumur án galvaniseringar. Galli er
3. mynd. 5 möskva vírnet.