Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 25
BÚFRÆÐINGURINN
23
tegund girðinga mjög algeng, einkum um blóma-, trjá- og matjurta-
garða. Eru þær jafnframt skjólgirðingar. Skjól það, er limgirðingar
veita, er mjög mikils virði, og væri það tvímælalaust mjög mikilsvert
fyrir íslendinga að stórauka notkun limgirðinga, ekki fyrst og frernst
sem varnargirðinga, heldur sem skjólgirðinga, bæði um garðlönd, akra
og tún. Þær geta verið ágætar varnargirðingar á sumrin, en aðra tíma
árs eru þær lítil vörn einar saman. Erlendis eru notaðar ýmsar trjáteg-
undir, t. d. ösp, linditré, álmur, reynir o. fl., enn fremur runnar, t. d.
heggur, ribs, víðir, rósir o. fl. Vegna ýmiss konar erfiðleika á ræktun
margra algengustu skjólgirðingatrjáa hér á landi er rétt að leggja að-
aláherzlu á ræktun birkis, víðis, ribs og reynis í limgirðingar. Má óhætt
fullyrða, að hægt er að fá ágætar skjólgirðingar með því að planta
trjám og runnum í 1—3 m belti.
V. Umbúnaður hliðstaura og hliðgrinda.
Á hverri giröingu eru eitt eða fleiri hlið. Góðri girðingu þarf að
fylgja snoturt og vel um búið hlið. Það er ekki óalgengt að sjá hlið
mjög léleg og illa úr garði gerð, þótt að öðru leyti sé vandað til girð-
inga. Hlutverk hliða er nokkuð breytilegt, og verður að taka tillit til
þess, hvers konar umferð á að fara um hliðið, hvort það er eingöngu
fyrir gangandi fólk, fyrir hesta eða búnaöarvélar og bifreiðar. Styrk-
leiki hliða og stærð verður því að miðast við umferðina.
1. Frágangur hliðstaura.
Algengast er að hafa hliðstaura úr tré eða steinsteypu.
a. Steyptir hliðstaurar eru tvímælalaust beztir, og ber þá að haga
gerð þeirra, hvað undirlag og gildleika snertir, líkt og áður er lýst horn-
staurum. Venjulega fer þó betur á því að hafa hliöstaurana heldur
hærri en hornstaura. Er hæð þeirra frá jörð oft 1,3-—1,8 m. Festingar
fyrir vír og hliðgrindur þarf að steypa í staurinn. Séu hliðstaurar jafn-
framt notaðir sem aflstaurar, þarf styrkleiki og stærð þeirra að miðast
við það líka.
b. Hliðstaurar úr tré. Þegar tré er notað í hliðstaura, sem er mjög
algengt, er nauðsynlegt að létta þunga girðingarinnar af hliðstaurun-
um að mestu leyti. Er þetta hægt með því að koma fyrir aflstólpum í
ca 2 m fjarlægð og ganga frá þeim á þann hátt sem venja er til um afl-