Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 81
BÚFRÆÐINGURINN
79
sem hefur tiltölulega mest af heimabeitilandi, en lítið afréttarland,
ætti að byggja aðalafkomu sína á nautgriparækt, en í þeim sveitum,
sem hafa mikil, víðlend og góð afréttarlönd, þar á sauðfjárræktin
heima.
Þessu er nú ekki ævinlega þannig háttað. Ýmsir bændur í lágsveitum
sunnanlands byggja t. d. á sauðfjárrækt sem aðalatvinnugrein þrátt
fyrir mjólkurmarkaðinn og betri hagnýtingu beitilandsins með naut-
griparækt.
Hér horfir öðruvísi við um nautgripabeitina, og veldur því tvennt
að mínu áliti. í fyrsta lagi ganga nautgripirnir ekki eins nærri gróðrin-
um, rífa hann ekki upp með rótum, eins og sauðféð gerir oft. Og í öðru
lagi kemur það oftast nær fyrr fram á afurðum nautgripa en gróðrin-
uni, ef þeim, — og á ég þar við mjólkurkýr —, er beitt án nokkurra
takmarkana á misjafnt land.
Ég mun siðar víkja að þessu atriði í sambandi við ræktunina og þá
leið ræktað beitiland fyrir mjólkurkýr.
Kg sagði áðan, að það væri kostur við sendinn jarðveg, hve auð-
unninn hann væri til ræktunar, auk þess hlýr og gæfi því fræinu góð
skilyrði til að spíra fljótt og vel. En það er fleira, sem gjarnan má taka
tillit til, þegar rætt er um ræktun sandanna og sandjarðvegs. (En það
er jarðvegur, sem inniheldur minnst 30% af sandi, svo að hann geti
talizt til þess flokks eðlisfræðilega séð.)
Sem kunnugt er, hefur mikill hluti ræktunar undanfarinna ára farið
fram á mýrarjarðvegi og blautum mýrum. Nú stendur yfir stórkostlegri
turrkun á mýrunum hér á landi en nokkru sinni fyrr. Eru þar að verki
stórvirk nútíma framræslutæki, sem afkasta árlega miklu landþurrkun-
arstarfi. En öllum ber saman um, að framræslan hér á landi hafi verið
^jóg kostnaðarsöm í framkvæmd og nú nálega óhugsanleg með hand-
afli einu saman, og jafnvel með hinum stórvirku vélum kostar hún of-
fjár. Viðhald framræslunnar kostar einnig sitt. Þá er vinnsla íslenzku
rnó- og reiðingsmýranna einnig erfið og kostnaðarsöm. Fer því ekki
l'já því, að nauðsynlegt er að gera sem fyrst ýtarlegan samanburð á
t'aunverulegu gildi mýranna til ræktunar annars vegar og þurrum og
auðunnum vallendismóum og söndunum hins vegar. Um hæfi sandanna
til ræktunar er þetta meðal annars að segja: Þar þarf engu að kosta til
“m framræslu, hvorki að stofni né í viðhald, og erlend reynsla hefur
sýut, að vinnsla, það er plæging og herfing sanda undir grasfræsán-