Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 19
BÚFRÆÐINGURINN
17
þó aðeins rætt um þær vírgirðingar, sem koma að gagni fyrir tún og
garðlönd. En aðrar girðingar, s. s. stórgripagirðingar, girðingar úr
• möskvasmáum vírnetjum, verða hér ekki teknar til athugunar.
a. Gaddavírsgirðingar. Þegar gera á girðingu úr vír, er fyrst gengið
frá staurunum.
1) Alla venjulega tréstaura ber að grafa eða reka niður 2—3 fet
(60—90 cm). Sé staurinn 6 fet, standa upp úr 3—4 fet, sem á að vera
nóg hæð fyrir venjulegar girðingar. Hæfilegur gildleiki venjulegra
tréstaura er 3X3 þumlungar. Bil milli staura af þessum gildleika má
vera 5—6 m.
2) Venja er að hafa svokallaða ajlstólpa á um 60 m bili. Þurfa þeir
að vera einu feti lengri en venjulegir staurar og gildleiki þeirra um
4X4 þumlungar. Er hlutverk þeirra að styrkja girðinguna og að
strengja á þeim vírinn. Gott er að setja grjót kringum aflstaura, ef
jarðvegur er ekki því fastari, og setja á þá vírsig.
3) Séu notaðir járnstaurar, t. d. annar hver staur úr járni, má bilið
vera líkt og milli tréstaura. Þó eru járnstaurar ekki eins stöðugir í
jarðvegi, því að þvermál þeirra er minna. Þá getur verið gott að hafa
styrktarprik, sem eru girðingarhæð að lengd og um 2X2 þumlungar
að gildleika og því ekkert grafin niður. Er þetta einkum nauðsynlegt,
ef bilið milli staura er haft meira en 5—6 m, en samkvæmt lögum má
bil milli staura vera allt að 6 m. Þar, sem bil milli staura er meira, er
slík girðing ekki styrkhæf og verður einnig að teljast ófullkomin að
styrkleika, enda þótt staurar væru traustir.
4) Hornstaurar. Eitt af mikilvægustu atriðum við frágang girðinga
er að ganga vél frá hornstaurum. Beztu hornstaurar eru tvímælalaust
úr járnbentri steinsteypu, sé vel til þeirra vandað. Grafa verður fyrir
þ>»im minnst I m ^ða niður 5 fast. Skal gryfjan vera um 0,6—1,0 ir f
kant. Er hún fyllt með steinsteypu og steypuj árnsteinar látnir ná niður
undir botn. Miklu grjóti má koma í þessa gryfju, svo að sements-
eyðsla verður ekki mikil. Áríðandi er, að neðsti liluti sökkulsins sé
samfelld steypa. Þann hluta staursins, sem upp úr jörðu er, þarf að
steypa samtímis. Hæfilegur gildleiki er 30X30 cm. Festingar fyrir vír
þarf að steypa í staurinn á réttum stöðum. Margs konar lögun getur
koinið til greina á þeim hluta staursins, sem upp úr jörðu er, og
skiptir þar litlu máli, hvort hann er ferkantaður eða vængjaður. Sé
um sérlega mikla áreynslu að ræða á hornstaur, t. d. ef hann stendur
DÚFRÆÐINGURINN 2
L