Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 62
60
BÚFRÆÐINGURINN
mætt velvilja og skilningi stjórnmálamannanna, ekki sízt þegar tekið
er tillit til þeirra örðugu tíma, sem nú eru fyrir dyrum.
Haustið 1947 höfðu alls 12 búfræðingar sótt og spurt um vist í
framhaldsdeild. Þar af komu 8, og hóf deildin starf sitt um leið og
bændaskólinn, upp úr miðjum okt. Af þeim 12, sem sóttu eða gerðu
fyrirspurn, voru 10 af Norðurlandi, 1 af Austurlandi og 1 af Suður-
landi. En þeir 8, sem komu til náms, eru allir Norðlendingar, 1 úr
Húnavatnssýslu, 2 úr Skagafirði, 2 úr Eyjafjarðarsýslu, 2 úr S.-Þing-
eyjarsýslu og 1 úr N.-Þingeyjarsýslu.
Sumarið 1947 var ráðinn kennari við bændaskólann til viðbótar við
þá kennslukrafta, sem fyrir voru. Var það gert með tilliti til aukinnar
kennslu vegna framhaldsdeildarinnar. Veturinn 1947—’48 var kennsla í
framhaldsdeild nær því einvörðungu framkvæmd af hinu fasta kennslu-
liði bændaskólans, en auk þess kenndi sr. Guðmundur Sveinsson. Nokk-
uð var fengið af erlendum námsbókum. Það háði kennslunni, að tæki
vantaði til hennar, t. d. í efnafræði og eðlisfræði. Mest áherzla var lögð
á náttúrufræði, mál og stærðfræði. Prófum lauk 18. maí.
Sumarið 1948 fór svo fram verkleg kennsla í þessum greinum: land-
mælingum, jarðabótamælingum, búfjársýningum, vinnu með jarðýtu
og skurðgröfu, náttúruskoðun jurta og steina. Ennfremur kynntu nem-
endur sér rækilega starfsemi tilraunastöðvarinnar á Akureyri og sæð-
ingarstöðvarinnar þar og voru lítils háttar við verkfæratilraunir. Loks
má geta þess, að farin var 3 vikna verknámsför til Noregs, Svíþjóðar
og Danmerkur, og var að henni hin mesta skemmtun og gagn.
Bóklega námið hófst s.l. haust 17. október á sama tíma og bænda-
skólinn. Aðalkennsluna hafa annazt hinir föstu kennarar skólans. En
auk þess hafa verið fengnir sérfróðir menn í ýmsum greinum landbún-
aðarins, og skulu nú taldir þeir menn, sem hafa annazt kennslu við
framhaldsdeildina eða haldið þar fyrirlestra, auk hinna föstu kennara
bændaskólans:
Ásgeir L. Jónsson ráðunautur,
Dr. Ilalldór Pálsson forstjóri,
Dr. Björn Jóhannesson efnafræðingur,
II. J. Ilólmjárn ríkisráðunautur,
Björn Bjamason ráðunautur,
Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri,
Ólafur Stefánsson ráðunautur,
Ásgeir Ólafsson dýralæknir,
Ingólfur Davíðsson magister,
Hjalti Gestsson ráðunautur,
Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri,
Geir Gígja skordýrafræðingur,
Stefán Björnsson mjólkurfræðingur
Pétur Gunnarsson fóðurfræðingur,
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri,
Eyvindur Jónsson ráðunautur.