Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 95
BÚFRÆÐINGURINN
93
En við höfum líka lært að búa til vopn, sem eru miklu hættulegri en hin
bitru sverS dverganna, þar sem enginn þurfti þó um sár aS binda. Æv-
mtýrin eru orSin aS veruleika.
Oftast nær ber vafalaust aS gleSjast yfir því, þegar hugsjónir ævin-
týranna koma til framkvæmda í daglegum störfum okkar. En þegar
ævintýrin voru um tröll og forynjur, sem notuSu mátt sinn lil þess aS
verSa öSrum til tjóns, þá þótti okkur leiðinlegt að lesa þau, og áhrifin
voru slæm. Þá óskuðum við, að þessi undramáttur hefði aldrei verið til.
Nú skelfist allur heimurinn, þegar í alvöru er rætt hið nýja vopn, sem
byrjað var að nota í síðustu styrjöld í Japan. ÞaS eru eins konar álög
illra norna. Stundum óskum við, að slíkur máttur hefði aldrei verið
til öðruvísi en í ævintýri.
Eg sagði áðan, að ævintýrin væru orðin að veruleika, og svo er því
farið um mörg þeirra, er urðu til fyrir nokkrum áratugum eða öldum.
En ef ég héldi því fram, að engin ævintýri væru til lengur, öllum ósk-
um og hugsjónum mannsins væri fullnægt, jafnóðum og þær yrðu til,
þá munduS þið ekki verða mér sammála. Ennþá eiga ungir menn og
konur ævintýri. Sumpart eru þetta stórfengleg ævintýri, t. d. um að
ferðast til reikistjörnunnar Marz og koma við á tunglinu á heimleið-
inni eða að búa til svo öfluga stjörnukíka, að með þeim megi sjá út til
yztu endimarka alheimsins, ef nokkur slík mörk eru til.
En flestum er ævintýrunum markaður þrengri bás. Ef til vill hafið
þið tekið eftir því, að í sögunni, sem ég sagði ykkur áðan um karlsson
°g konungsdóttur, eru raunverulega fólgin tvö ævintýri. AnnaS er það,
sem mest ber á í sögunni, ferðin á galdraklæðinu um ókunn lönd. En
bitt ævintýrið er þó miklu meira virði fyrir líf og hamingju. ÞaS var,
þegar karlssonur settist við hlið prinsessunnar í konungsgarð og tók
að sér stjórn ríkisins, eftir að liann hafði aflað sér frægðar og frama,
°g það er þessi hlið ævintýrisins, sem ég vil dvelja nokkuð meira við
viS þetta tækifæri.
Þið, kæru nemendur, sem hingað komið, eruð í rauninni allir karls-
synir úr koti, sem viljið afla ykkur frægðar og frama. ÞiS viljið hér
leitast við að fá þá menntun og reynslu, sem nauðsynleg er til þess, að
þið í framtíðinni getið starfað í samræmi við náttúruöflin og gert þau
ykkur undirgefin. Sumir ykkar hafa þegar valið sér prinsessur til þess
að eiga sæti við hlið ykkar í lífinu, aðrir eru á góðum vegi með að
velja þær, og enn aðrir munu gera það í framtíðinni, en það
er von