Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 66
64
BÚFRÆÐINGURINN
örvar þá til framtakssemi, knýr menn til þess að fylgjast með tímanum
og fá þroska af starfinu.
Eg hef stundum orðið þess var, að ýmsir telja störf héraðsráðunauta
vera lægri í metum en önnur trúnaðarstörf innan landbúnaðarins, t. d.
borið saman við ráðunautarstörf hjá Búnaðarfélagi Islands eða ríkinu
eða kennarastörf við bændaskóla. Það situr ekki á mér að lasta hin
síðarnefndu. En hitt vil ég segja, að í engu leiðbeiningastarfi komast
menn í jafnnáið samband við bændur og verksvið þeirra og einmitt í
starfi héraðsráðunautanna. Það gerir þeim auðveldara að læra af
bændum, það gerir þeim unnt að fylgja leiðbeiningunum eftir og taka
óbeinan þátt í framkvæmd verkanna á miklu nánari hátt en landsráðu-
nautunum, sem heimsækja tiltölulega fáa bændur og með löngu milli-
bili venjulega. Ég tel því út af fyrir sig enga ástæðu til þess fyrir hér-
aðsráðunaut, sem annars unir vel starfi sínu, að sækja annað, ef að-
eins liggur þar á bak við ímynduð valdameiri eða veglegri staða. Með
þessu vil ég þó ekki segja það, að þið eigið ekki að líta út fyrir þúf-
una, sem þið standið á, eða gera ykkur ánægða með að stunda atvinnu
ykkar aðeins til þdss að að fá lifibrauð af henni. En það er hægt að
stækka í störfum sínum án þess að flækjast úr einu landshorni til ann-
ars eða úr einni stöðu í aðra.
í þessu sambandi dettur mér í hug lítil saga, sem ég hef stundum
sagt nemendum mínum hér. Hún er um börn, sem fóru í berjamó. Og
þegar þau komu heim um kvöldið, kom það í Ijós, að einn drengurinn
hafði langmest af berjum í fötunni sinni. Þegar hann var spurður,
hvernig hann hefði getað aflað svona mikils, þá svaraði hann aðeins
þessu: „Ég var kyrr við runninn minn. 011 hin börnin hlupu fram og
aftur um berjamóinn. Helmingurinn af tímanum hjá þeim fór í hlaup.
Þau voru öll að leita að bezta berjarunnanum. Ég fann fljótlega góðan
berjarunna. Hef tínt úr honum í allan dag.“ Þetta var saga litla drengs-
ins, sem innti af höndum meira og betra dagsverk en allir hinir krakk-
arnir, sem með honum voru í berjamónum. Þetta virðist ykkur ef til
vill lítil saga, en hún er merkileg. Þetta er saga um tvær lífsstefnur. Eg
þori hiklaust að ráða ykkur til þess að fylgja stefnu litla drengsins. Og
þið, sem nú eruð að útskrifast héðan, hafið einmitt fylgt stefnu hans
með námi ykkar. Með veru ykkar hér hafið þið öðlazt þá beztu bú-
fræðimenntun, sem hægt er að láta í té hér á landi. Þið hafið fundið
ykkar berjarunna. Ég er viss um, að það er góður berjarunni, ef til