Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 104
102
BÚFRÆÐINGURINN
Einnig sjást stundum gulbrúnleitar skorpur eða hrúður á húðinni.
Lýsnar halda sig aðallega á hálsi nautgripanna og í hnakkagróf. Flasa
— hreisturmyndun á húðinni -— fylgir einnig slæmri húðræstingu og
megurð.
Nauðsynlegt er að baða nautgripi a. m. k. einu sinni á vetri. Margs
konar baðlyf koma til greina. Kreolinblanda (2,3%) og lysólbaðlög-
ur (IV2—2%) drepa lýs. Lyf þessi þykja óhentug til að baða úr mjólk-
urkýr vegna þess, að þau eru lyktartserk. Lyktarlaust arsenik-baðlyf
(liquor kal. arseniit. conc.) þykir ágætt. Lyf þetta verður að blanda
nákvæmlega í volgu vatni, 50 gr af lyfinu í 6 1 af vatni. Sé lyfið of
sterkt blandað, veldur það bruna á húðinni. Baðlyf þetta má ekki
koma í sár og ekki á slímhúðir líkamans. Til þess að koma í veg fyrir,
að nýbaðaðir gripir sleiki sig, er bezt að baða rétt fyrir gjöf. — DDT
skordýraeitur er einnig mjög gott til að drepa með lýs. DDT má nota
uppleyst (leysist upp í vatni) eða sem duft. Duftinu er stráð í hár
gripanna. Gott þykir að blása duftinu í hárið með þar til gerðri
sprautu.
11. Klaujahirðing.
Fjósvist nautgripanna mikinn hluta ársins og lítil hreyfing veldur
því, að vöxtur klaufanna verður meiri en slitið. Það kemur því oft
fyrir, að klaufirnar aflagast og í þær kemur ofvöxtur. Ber mest á því,
að klaufirnar lengist um of. Kveður jafnvel stundum svo mikið að
þessu, að tærnar brettast upp og aflagast. Líkamsþunginn lendir því
um of á hælunum. Þegar kýr með þannig aflagaðar klaufir eru látnar
út að vorinu, kemur það iðulega fyrir, að hælarnir merjast, kýrnar
heltast og eiga mjög erfitt með gang, svo að þær fylgjast ekki með í
rekstri og vilja liggja mikið. Af því leiðir, að þær bíta minna en ella,
horast og geldast. Til þess að forða kúm (og nautgripum yfirleitt) frá
þessum þjáningum og eigendum frá afurðatapi þarf að athuga klaufir
nautpeningsins a. m. k. einu sinni á ári, tálga og lagfæra þær klaufir,
er þess þurfa með. Þetta þyrfti að gera nokkrum vikum áður en kýr
eru látnar út að vorinu. Það er alkunna, að nautgripir láta illa við
því, ef taka á upp á þeim fætur. Verður því að hafa sérstakar tilfær-
ingar, þegar tálga þarf klaufir á nautgripum, og er þó mun erfiðara að
fást við aflurfætur en framfætur. Til þess að taka upp framfætur má
nota metralangt kefli. Er kefli þessu stungið í hækilbótina (fram á