Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 77
Ræktun sandamia
Útvarpserindi ejtir Pál Sveinsson
SandgræSslan hefur á ýmsum tímum verið misskilin, þ. e. a. s. gildi
hennar fyrir þjóðarbúskapinn. Ég mun því í þessu stutta erindi leitast
við að drepa á nokkur atriði í þessu sambandi, sem mættu verða til þess
að sameina tvær skoöanir á einu og sama málinu, það er sandgræðsl-
Unni og gildi hennar fyrir þjóðarbúskapinn. — Þessar tvær skoðanir
eru annars vegar skoðun okkar, sem vinnum að þessum málum, og
þeirra, sem eru hlynntir sandgræðslunni og hafa eggjað okkur til fram-
taks og dáða í starfi okkar, — og hins vegar skoðun þeirra, sem halda
bví jafnvel fram, að sandgræðslan geri það eitt að skerða eignarrétt
Otanna á landinu og auka útgjöld ríkissjóðs, beitilönd séu tekin úr
•totkun o. s. frv.
í stuttu máli sagt, verður gildi sandgræðslunnar fyrir land og þjóð
ekki metið í krónum og aurum, og í því sambandi hafa ýmsir spurt:
Ber sandgræðslan sig fjárhagslega, eða á hún eftir að gera það?
Þessu vil ég svara á þá leiÖ, að þegar uppblásturssvæði eru girt og
friðuð fyrir ágangi búpenings og þar er hafin viðreisnarstarfsemi á
þann hátt, að í þetta land er sáð sandjurtum í þeim tilgangi að hefta
uPpblásturinn, þá hefur það ekki eingöngu verið gert til þess að græða
UPP þetta land, svo að hægt sé að nytja það til fulls að nýju, heldur er
það fyrst og fremst gert til þess að hefta útbreiöslu uppblástursins,
Verja það land, sem gróið er, en liggur undir skemmdum af hinu upp-
blásna landi.
Þar, sem gnægð er af foksandi og öðrum lausum jarðvegi, eru engin
takmörk fyrir útbreiðslu hans, ef ekkert er aðhafzt, og það í tæka tíð.
Þau svæði, sem girt hafa verið á vegum sandgræðslunnar, hafa öll
uáð þessu takmarki, þ. e. a. s. útbreiðsla uppblástursins hefur verið
heft og þar með frekari eyöing nytjalandsins stöðvuð.
Aður en Sandgræðslan hóf starfsemi sína, fór fjöldi byggðra býla og