Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 56
54
BÚFRÆÐINGURINN
fjárræktarbúunum. Auk þess þarf nokkurn lærdóm, mikinn og ódrep-
andi áhuga, samvizkusemi og nákvæmni þess bónda, sem tekur sér
fyrir hendur að skapa nýtt kyn einhverrar búfjártegundar, — að
ógleymdu því fjármagni, sem til þess þarf. Þegar þessi atriði eru athug-
uð, standa ekki miklar vonir til, að einstökum bændum með lítil fjár-
bú verði mikið ágengt í þessu efni. Enda mun reynslan þessa hálfu öld,
sem sauðfjárræktarbúin hafa verið starfrækt hér, bera þessu ólygnast
vitni. Einkum er þó þess að geta, hvað bændurnir hafa enzt skammt til
að reka búin eftir þeim reglum, sem þeir urðu að hlíta til þess að njóta
ríkisstyrks.
X
Undanfarna áratugi hefur Búnaðarfélag íslands haldið uppi nokkuð
skipulögðum hrútasýningum um allt land. Oftast munu hafa liðið 4—5
ár á milli sýninga á hverjum stað, því að farin hefur verið ein sýning-
arumferð um landið á 4—5 árum. Ráðunautar Búnaðaríélags íslands
í sauðfjárrækt hafa, eftir því sem við hefur verið komið, sótt þessar
sýningar sem aðaldómarar og leiðbeinendur í sauðfjárræktinni. Ekki
efast ég um, að hrútasýningarnar og þó sérstaklega þau erindi og þær
leiðbeiningar, sem ráðunautarnir hafa flutt í sambandi við þær, hafa
verið langöflugasta tækið til að fá bændurna til að rumska í sauðfjár-
ræktinni og til að koma þeim inn á réttari og betri leiðir í kynbótun-
um. Margt er þó við þessar sýningar, sem þarf lagfæringa og endurbóta
við. í fyrsta lagi eru þær allt of strjálar. Þær þarf, ef vel á að vera, að
halda árlega. í öðru lagi þarf að sýna œr líka, ekki aðeins hrúta. Í
þriðja lagi er hinn ytri umbúnaður sýninganna bágborinn, þar sem
verið er með þær ýmist í þröngum og dimmum fjárhúsum eða við
réttir. Aðstaða dómaranna er þá oft erfið að dæma hrútana, þó að
aðstaða sýningargesta, þ. e. bændanna, sé hálfu verri að njóta dóm-
anna, sjá og skilja, hvers vegna þeir hafi fallið á þann hátt, sem þeir
gera í hvert skipti.
Sá háttur er á hafður við undirbúning hrútasýninganna, að bænd-
urnir eru um það spurðir, hvort þeir óski eftir sýningum. Ætla mætti,
að um slíkt þyrfti ekki að spyrja, ekki sízt, þar sem aðeins er um 4.
eða 5. hvert ár að ræða. Onnur er þó raunin á þessu. Stundum afþakka
heilar sýslur hrútasýningar. Er það vafalaust með eindæmum og end-
emum í búfjárrækt. Að mínu áliti sýna bændurnir á þann hátt lítils-