Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 27
BÚFRÆÐINGURINN
25
12. mynd. RörhliS.
arinnar sjálfrar á að vera um 80—100 cm. Lamir er rétt að bolta á oka
grindarinnar. Grindina ber að mála strax nýja og svo síðar eftir þörf-
um. Á þann hátt á hún að geta enzt 20—40 ár. í stað trérimla má einn-
ig nota vírnet, sléttan vír eða gaddavír. Eru slíkar grindur miklu létt-
ari, en það er verulegt atriði að hafa grindur sem léttastar, en þó ekki
á kostnað styrkleika né smekkvísi. Rétt er að nota galvaniseraðan saum
til að negla grindurnar saman eða
galvaniseraða bolta.
b. Grindur úr galvaniseruðum
pípum. Er þá rammi grindarinn-
ar gerður úr galvaniseruðum píp-
um, sem ýmist má sjóða eða
skrúfa saman í hornum. Sverleiki
pípnanna í ramma er hæfilegur
%—1 þuml.. Milligerð í slíkum
ramma má hafa á margan hátt,
t- d. úr y% þumlungs galvaniser-
uðum pípum eða 10 mm járntein-
Um og vírneti. Séu notaðir járn-
teinar eða pípur, má ýmist festa
þá lóðrétt eða lárétt eða hvort
tveggja. Einnig má hafa á riml-
unum margs konar lögun og út-
flúr. Grindur af þessu tagi eru
nokkuð dýrar, en eru hins vegar
mjög sterkar. Sé vírnet notað í milligerð, má nota bæði stórmöskvótt
og smámöskvótt. Þarf þá aðeins skástífur á milli horna. Netið má festa
íneð galvaniseruðum vírþræði utan um pípurnar í rammanum. Yerður
þessi gerð hliðgrinda miklu ódýrari og einnig léttari. í stað galvaniser-
aðra pípna má einnig nota ógalvaniseraðar pípur. Geta þær enzt vel, ef
þær eru málaðar eða bronsaðar árlega. Hjarirnar þarf að logsjóða á
rammann, einnig e. t. v. læsingar. Hliðgrindur úr galvaniseruðum píp-
Um með smámöskvóttu neti eru án efa einhverjar varanlegustu hlið-
grindur, sem völ er á. Þær eru ekki heldur dýrar, en galli getur það
falizt, að þær geta ekki aðrir smíðað en þeir, sem kunna með logsuðu
eða rafsuðu að fara.
c. PípuhliS. Svo kallast hlið, sem gerð eru úr pípum eða járni og
13. mynd. Pípulilið séS a'S ofan.