Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 116
Raddir
Brynjólfur Árnason, Vöðlum í Önundarfirði, skrifar: „Á síðastliðnu
vori settum við upp hérna rafgirðingu um kúahaga ofan við túnið.
Reyndist hún undantekningarlaust örugg varzla fyrir kýr og hross. Það
þarf ótrúlega stuttan tíma til þess að girða með þessum hætti og rnjög
lítið efni. Við höfðum aðeins einn strerlg og 20 m á milli staura. Finnst
mér, að ýmsir nágranna okkar hafi gert sér ljóst gildi þessarar girð-
ingaraðferðar, eftir að þeir hafa séð hana í notkun hjá okkur.“
Benedikt Guðmundsson, Veðrará V.-Is., skrifar: „Flestallir bændur
gefa sauðfé hér hveitiklíð seinni hluta vetrar. Þá vetur, sem ég hef
dvalizt hér á Veðrará, hef ég veitt því athygli, að hveitiklíðsgj öf tekur
alveg fyrir máttleysi í unglömbum (sem er ekkert annað en fjöruskjög-
ur). Til þess að fyrirbyggja fjöruskjögur þarf að byrja að gefa ánum
Jklíð í miðgóu. Eftir miðgóu gef ég ánum fóðurbæti, sem hér segir: 2
hl. af síldarmjöli, 2 hl. af maís og 1 hl. af klíði. Eftir ástæðum gef ég
70—130 g á dag hverri kind. Þeir bændur, sem búa við máttleysi í
unglömbum, ættu að gefa ánum a. m. k. 20 g af klíði á dag eftir mið-
góu.“
Sigurður Þorsteinsson, Vatnsleysu í Biskupstungum, skrifar á þessa
leið: „Það hefur komið fram hér í Biskupstungum, að varasamt er að
bera tilbúinn áburð á seint á vorin, einkum ef kastað er til þess hönd-
'um. Bóndi hér missti nokkrar kindur í vetur (1949) fyrir þessar sakir,
:að því er læknar töldu. Kögglar voru í áburðinum, þegar honum var
dreift, og kom nokkuð af þeim fram í heyinu um veturinn.
Þá datt mér í hug að segja þér frá vörn gegn doða í kúm, sem bóndi
einn í Árnessýslu hefur notað með góðum árangri. Bóndi þessi hefur
stórt kúabú, en hefur aldrei fengið doða í kýr sínar. Vörnin er í því