Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 150
148
BÚFRÆÐINGURINN
JarSrœktarfrœði:
A. AburðarjræSi: 1. Fosfór sem jurtanærandi efni. Hve mikið inniheldur 48%
Jjrífósfat af frumefninu fosfór (frumeindaþungi p = 31 og 0 = 16)? Skýrið frá til-
raunum með þvagdreifingu og árangri þeirra. 3. Álirif fóðurs á áburðinn. 4. Gerið
grein fyrir aðferð þeirra Habers og Bosch við framleiðslu á köfnunarefnisáburði.
5. Gerið grein fyrir nýjustu tilraunum um dreifingu og niðurfellingu tilhúins
áburðar.
B. Fóðurjurtir o. jl.: Vallarfoxgras (Timothe). 2. Hvaða kröfur ber að gera til
góðrar sáðvöru (fræs)? 3. Varnir gegn kálflugu. 4. Blómkál. 5. Þýðing girðinga.
C. Nýrælct: 1. Gerið grein fyrir vali á ræktunarlandi. 2. Setjið saman tvær gras-
fræblöndur með og án smára (miðað sé við kg/ha). Gerið grein fyrir vali tegund-
anna og hlutföllum í fræblöndunni. 3. Lýsið kostum og ágöllum forræktunar.
D. Framrœsla: 1. Vatnið í jarðveginum. 2. Framræsla með kílplóg í mismun-
andi jarðvegstegundum, kostir og gallar. 3. Flóðgarðar.
E. Tilraunafrœði: 1. Hver er munur á einföldum, knýttum og samsettum til-
raunakerfum, og hvers konar tilraunum hentar bezt hvert þeirra? 2. Hvernig á að
velja tilraunaland, og hvernig eru tilraunirnar mældar út og merklar á landinu?
3. Hvað er sveifla, sveifluriið og sveiflubogi?
F. Jarðvegsjrœði: 1. Ger grein fyrir helztu efnisöflum, er vinna að sundurliðun
bergtegunda og umbreytingum á ólífrænum efnasamböndum í jarðveginum. Nefn
dæmi. 2. Nefn stærðartakmörk kornastærðarflokka hins ólífræna hluta jarðvegsins,
og sýn, hvernig yfirhorð kornanna breytist með kornastærðinni. 3. a) Ger grein
fyrir eindaskiptum í jarðvegi, hvers vegna þau eiga sér stað og hver er þýðing
þeirra. b) Hvað er efnatökuafl jarðvegs, og hvernig er hægt að ákvarða það?
Nefn atriði, er hafa áhrif á stærð þess. c) Bindast nítrat- og fosfatjónir í jarð-
vegi, og þá hvernig? 4. a) Ger grein fyrir hringrás kolefnisins í náttúrunni. b)
Hver eru áhrif hita og jarðvegsraka á magn lífrænna efna í jarðveginum. c) Nefn
helztu bakteríutegundir, er hinda köfnunarefni loftsins. Ifverjar eru þýðingarmest-
ar fyrir íslenzka jarðrækt? 5. a) Hvað er pH? b) Nefn nokkrar orsakir jarðvegs-
sýringar. c) Hvers vegna er lágt pll talið tákn óhagstæðra ræktunarskilyrða? d)
Ger stutta grein fyrir sýrufari íslenzks jarðvegs.
G. Landmælingar: 1. Hvernig er farið að því að hallamæla hælaða skurðarlínu
rétt með skekktum hallamæli? 2. Hvernig á — á hagrænan hátt — að hæla skurð-
arlínu með tilliti til þess, að rúmmálsreikningur skurðarins verði sem réttastur?
3. Hvers þarf einkum að gæta, þegar mælt er fyrir þurrkskurðum til túnræktar?
a) Með tilliti til skurðarins og afnota hans. b) Með tilliti til skurðgröfunnar. 4.
Hvernig er hægt að mæla brotnar línur (t. d. skurða- og girðingarlínur) til kort-
lagningar einungis með línustöngum og málbandi? Skýrið það með myndrissi.
5. Lína, sem á að lengdartnæla, liggur yfir miðja, djúpa tjörn, sem er um 50 m á
hvorn veg. Mælingartækin eru aðeins h'nustangir og 20 m málband. Ilvernig er
hægt að ákveða lengd línunnar yfir tjörnina? Skýrið það með myndrissi. 6. Fyrir
liggur að reikna allar hliðar eftirfarandi þríhyrninga. — Setjið allt dæmið upp
samfellt til útreiknings með logaritmiskum-trigonometriskum töílum. En þar sem
töflurnar eru ekki við höndina, þá verður útreikningnum að sjálfsögðu sleppt.