Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 131
BÚFRÆÐINGURINN
129
í knattspyrnukeppninni, en hún var jafnan einn meginþáttur boðanna.
A hinn bóginn hefur hugur Hvanneyringa hin síðari ár hneigzt meir
og meir til húsmœðraskólans á Varmalandi. Námsmeyjum þar er jafn-
an boðið að Hvanneyri 1. desember og við skólauppsögn á vorin, en
við Hvanneyringar þiggjum boð hjá þeim um miðjan vetur.
Af sérstökum jramkvœmdum þessi ár skal lauslega minnzt á eftir-
farandi:
Rajveita. Haustið 1947 fengum við rafmagn frá Andakílsárvirkjun
Slegið með „cut-lift“-vélinni.
til ljósa og eldunar, en á því ári og 1948 var skipt um leiðslur í íbúð-
arhúsi og skóla, lagðir rafmagnsjarðkaplar um staðinn og komið upp
rafmagnshitun. Sérstakt hús var byggt með spennubreyti, 4 vatnsgeym-
utn, sem taka um 30 tonn af vatni, og töflum, sem deila rafmagninu út
um staðinn. Vatnið er hitað með rafmangshitara, 150 kw, og síðan
er því dælt inn á miðstöðvarnar í skóla og íbúðarhúsi. Bústaðir kenn-
ara og annarra starfsmanna skólans eru hitaðir með rafmagni. Raf-
niagnshitunin reynist mjög vel. Eins og er, virðist 150 kw rafmagns-
orka vera mátuleg fyrir Hvanneyrarstað til ljósa, eldunar, upphitunar
og véla.
Fjósbygging. Byggt hefur verið ofan á fjósið og komið þar fyrir
kennaraíbúð, efnarannsóknastofu, smíðastofu, fóðurgeymslu, hænsna-
stiu. Hefur fjósið batnað mikið við þessa aðgerð. Enn fremur höfum
við gert 6 votheysgryfjur í fjóshlöðuna og byggt brú eftir henni endi-
BÚFRÆÐINGURINN 9