Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 36
34
BÚFRÆÐINGURINN
tillit til hæðar stöðvanna yfir sjó (Bjst., Grst. o. s. frv.), lenda þær
flestar innan þessara marka. En auðvitað sýnir taflan hið raunverulega
hitastig á hverjum stað, og fyrir bóndann er það sá hiti, sem máli skipt-
ir, en ekki það hitastig, sem vera mundi á staðnum, ef hann væri kom-
inn í hæð við yfirborð sjávar. Það kemur t. d. í ljós við samanburð á
stöðvunum norðanlands, að ekki er mikill munur á árshita eftir því,
hvort stöðin er við sjó eða inni í landi, ef tekið er tillit til hæðarmis-
munarins.
2. Heitasti mánuðurinn er alls staðar júlí, svo sem fyrr er sagt, en
janúar yfirleitt kaldastur, febrúar á nokkrum stöðvum og marz á fá-
einum. Athugun á töflunni sýnir greinilega temprandi áhrif sjávarins,
þannig að staðir langt frá sjó hafa lægri liita að vetrinum, en hærri
hita að sumrinu en staðir við sjó. Sést þetta einna bezt á hitasveiflunni
(5. dálkur), sem sýnir mismun á hita kaldasta og heitasta mánaðarins
á hverjum stað, því að þar þarf engar leiðréttingar að gera vegna
hæðar stöðvanna yfir sjó. Hitasveiflan er meiri norðanlands en sunnan
og meiri í innsveitum en útsveitum. Sem dæmi um það, hve fljótt dreg-
ur úr áhrifum hafsins með fjarlægðinni frá sjó, má benda á það, að á
rafmagnsstöðinni við Elliðaár er hitinn í jan. 0.4° lægri en í Reykja-
vík, en júlíhitinn hins vegar 0.3° hærri, og er fjarlægðin þó ekki nema
5 km.
Mestur og minnstur hiti. Um hann eru ekki til nein útreiknuð með-
altöl hér á landi né heldur töflur yfir það, hvað hiti hefur komizt hæst
og lægst á hverri stöð fyrir sig. En lægsti hiti, sem mældur hefur verið
hér á landi, var -r- 37.9° á Grímsstöðum á Fjöllum í jan. 1918. Sjald-
gæft er, að hitinn fari yfir 20° hér á landi, og hámark hita mun vera
um eða innan við 30°.
Sumarfrost. Tafla II sýnir, hvenær frost hefur komið síðast að vor-
inu og fyrst að haustinu að meðaltali um 10 ára skeið á nokkrum
stöðvum. Ef vel ætti að vera, þyrfti að gera töflur yfir tíðleika frosta,
úr því að kemur fram á vorið. Þá fengju menn betri hugmynd um lík-
urnar fyrir frosthættu á hverjum tíma. Hættan á næturfrosti er mest í
kyrru og björtu veðri, þegar loft er þurrt, og kaldasti tími sólarhrings-
ins er rétt um sólaruppkomu. I sambandi við næturfrost er rétt að
benda á það, að í kyrru og björtu veðri getur verið 2 til 3 stigum kald-
ara við jörð en 1% m frá jörðu, en í þeirri hæð eru hitamælingar
gerðar.