Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 70
68
BÚFRÆÐINGURINN
þannig frjóseminni. Annað hormónið’. sem berst með blóðinu frá
heiladinglinum til eggjakerfanna, verkar hvetjandi á þau, þannig að
hulstrin, sem eru utan um eggin, þroskast. Hitt hormónið veldur því,
að hulstrin springa og mynda „gula hnoðra“ (corpora lutea). Fyrr-
nefnda hormónið er í ríkum mæli í fremri hluta heiladingulsins í mer-
um, en hið síðara í heiladinglum kúa og kinda.
Þegar draga tekur úr líkamsvexti skepnanna, taka kynsellurnar að
þroskast, og kynstarfsemin hefst. Sé aukaskammtur af fóðri gefinn á
vaxtarskeiðinu, er hægt að flýta fyrir kynþroskanum. Aldurinn, sem
skepnurnar verða kynþroska á, er misjafn, en venjulega verða smá kyn
fyrr kynþroska. Þar sem vöxtur og æxlun eru venjulegast andstæð, er
ráðlegt að halda kvígum yfirleitt ekki of ungum, þar sem afleiðing
þess er sú, að kvígurnar ná aldrei fullri, líkamlegri stærð. Ungar kvíg-
ur með fangi geta vaxið eðlilega, meðan fóstrið er að vaxa, en eftir
burð, þegar kvígurnar eiga að fara að mjólka, dregur verulega úr
líkamsvexti þeirra. Hæfilegt virðist að láta íslenzkar kýr bera í fyrsta
skipti 27—30 mánaða gamlar. Slysafangskvígur eru alltof algengt
fyrirbrigði í sumum héruðum landsins.
Hér á landi eru að líkindum engar tölur til um frjósemi einstakra
nauta, og er þetta bagalegt, ef bera á saman árangur tæknifrjóvgunar
við fyrri aðstæður í hverju héraði. Þó er alkunna, að mjög misjafnlega
vel heldur við einstökum gripum. Astæður fyrir ófrjósemi geta verið
margs konar. Stundum nýtast naut við kýr án þess, að nokkur frjókorn
séu í sæðisvökvanum, en vökvinn kemur úr kirtlum, sem eru inni í
kviðarholinu. Frjóleiðararnir geta stundum lokazt vegna bólgu, og
komast frjósellurnar þá ekki leiðar sinnar.
Stundum eru naut svo dauf, að illt er að halda undir þau. Deyfðin
þarf ekki að vera merki um ófrjósemi. Þó er það oft svo, þegar um er
að ræða skepnur, sem eru of feitar eða þá í slæmum holdum og í
afturför. Bezt er að hafa nautin í þriflegum holdum, en láta þau fá
nóga hreyfingu. Hreyfingin eyðir offitu, en nauðsynleg köfnunarefnis-
sambönd og fjörefni verða eftir í líkamanum. Stundum lagast deyfð í
nautum við það að dæla nautin með 3000 I. U. af hormóni því, sem
örvar starfsemi eggjakerfanna í kúnum, 24—48 klst. áður en nota skal
nautin. Kyndeyfð í nautum getur einnig verið sálræns eðlis, t. d.
að einhverjar ógeðfelldar minningar séu í sambandi við staðinn, sem
nautið hefur verið notað á. svo sem þær, að nautið hafi dottið á