Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 91
BÚFRÆÐINGURINN
89
Þessi rannsókn sýnir, að 6—7 vikur er æskilegasta geldstaða eftir
fyrsta kálf, en síðar nægja 5—6 vikur.
Það er auðveldara en margur hyggur að gera nytlágar kýr geldar.
Aðferðin er einfaldlega sú að hœtta að mjólka þær og hreinsa þœr ekki,
eins og algengt er. Þegar þrýstingurinn vex í júgrinu, hættir mjólkur-
myndunin, og nýmyndun kirtilvefsins hefst, kýrin stálmar.
Hér skal svo að síðustu tekið yfirlit, sem sýnir, hvernig rétt uppalnar
og rétt meðfarnar kýr haga sér við mjólkurframleiðsluna, hvernig árs-
nytinni er eðlilegt að vaxa til 7. mjólkurtímabils, en lækka svo úr því:
Nyt Nyt
1. mjólkurtímabil 3800 kg 7. mjólkurtímabil 5400 kg
2. _ 4200 — 8. 5300 —
3. — 4600 — 9. — 5100 —
4. _ 5000 — 10. — 5000 —
5. _ 5200 — 11. — 4700 —
6. _ 5350 — 12. — 4400 —
Það er eins um þessar tölur og aðrar í þessum töflum, að þær eru
allmiklu hærri en hér gerist, en þær eru raunverulegar og gætu gilt
fyrir fjölda af íslenzkum kúm nú, ef meðferðin væri eins góð og vera
«tti.
Samkvæmt þessu yfirliti geta menn nú athugað kýr sínar og með
venjulegum hlutfallsreikningi fengið vitneskju um, hversu rétt eða
rangt með þær hefur verið farið. Hafi t. d. einhver bóndi kú, sem hefur
mjólkað 4000 kg yfir 7. mjólkurtímabilið, þá hefði hún átt að mjólka
um 2740 kg eftir 1. kálf, ef allt hefði verið með felldu. Eldri kýr sýna
oft réttari mynd af eðlisgervi sínu en yngri kýr, sérstaklega á aldrinum
"—10 ára, því að þá hafa þær náð fullum þroska og eru ekki eins
vandgæfar.
Af þessu má ljóst vera, að bændunum er sjálfum talsvert mikið í
vald sett að „búa til“ kýr sínar.
Nokkurs misskilnings gætir of almennt meðal bænda í sambandi við
nautgripakynbætur. Það virðist sem margir álíti, að hægt sé að auka
mjólkurafköst kúnna með því að fá kyngóð naut til undaneldis án ann-
arra aðgerða. Raunar ætti þó enginn bóndi að leggja í neinn verulegan
kostnað við kynbætur, fyrr en hann er sannfærður um, að hann hag-
nýti til fulls eðli þeirra gripa, sem hann hefur með höndum. Ef hann
h d. gefur ekki meira fóður en svo, að það samsvari 2000 kg ársnyt,