Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 147
BÚFRÆÐINGURINN
145
Próf í framhaldsdeild.
Próf úr f-yrri bekk 1948:
íslenzka: 1. Gerið stutta grein fyrir fallsetningu. 2. Hvað er bein ræða og hvað
óbein? 3. Hvenær skal setja kommu á milli liða í setningu? 4. Myndið setningu,
l»ar sem fyrir kemur: tíðarsetning + orsakarsetning -f- tvær samhliða skýringar-
setningar. 5. Greinið setningafræðilega: Það er bezt að fara. Kennarinn leiðrétti
stflinn. Hann liefur skrifað bækur og þýtt ritgerðir. 6. Gerið grein fyrir sonnettu-
hættinum og nefnið þrjú kvæði, sem ort eru undir honum. 7. Gerið grein fyrir
rími í íslenzkum kveðskap. 8. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir,,
og hótel okkar er jörðin. Einir fara, og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir
hópar í skörðin. a. Skiptið vísunni í kveður með lóðréttum strikum, og setjið
óherzlumerki yfir atkvæðin. Strikið undir ljóðslafina. Sýnið einnig hina mismun-
andi áherzlu innan kveðnanna, og gerið örstutta grein fyrir ríminu. b. Úr hvaða
kvæði er þessi vísa? Hver er höfundur þess? Gerið stuttlega grein fyrir efni kvæð-
isins og boðskap þess. 9. Hvað þýða þessi orð og orðasambönd: vé, skreipur,
höggva í sama knérunn, óland, drómi. 10. Davíð Stefánsson.
Ritgerðarefni: 1) Morgunstund gefur gull í mund. 2) Búskapur í þéttbýli og
dreifbýli. 3) Nýr bændaskóli í Skálholti.
DýrafrœSi: 1. Sannanir fósturfræðinnar fyrir framþróuninni. 2. Amphioxus.
Líffærafræði: 1. Kirtilvefur. 2. Grunnflötur heilabúsins. 3. Gaffalbandið. 4.
Nýrnapípur.
Landbúnaðarlöggjöf: Sjöundi kafli búfjárræktarlaga: Um forðagæzlu og fóður-
hirgðafélög.
Steina- og jarðjrœði: 1. Eldtinna, hrafntinna. 2. Kola- og Permtímabilið. 3.
Grettistök.
/lúnaðarhagfrœði: 1. Uppskerumagn hér á landi borið saman við önnur lönd.
2. Útskýrið grundvöll síðasta fasteignamats. Fólksfjöldinn hér á landi 1939 og
1946.
Skrifleg stœrðfrœði:
1. Gerið eins einfalt og auðið er: a-b:,c4 abnc3 | a-cy 't -j-1
_ x2y 1 "xV" ' L b*-* J
2. Gerið eins einfalt og auðið er: 2b- -f- 30b + 72 4b- -f- 40b -f- 96
________________ C2 -f- 3c 4 ' 2c2-1-12c + 16
3. V 7,8622 -f 4,9362 . o,978
= x. Finn x. Reiknist með logaritmum.
1,7143
4. Maður nokkur lagði 5000 kr. í banka 1. febr. 1938. Bankinn gaf í rentu 3%
um árið. Ilve mikið átti bann inni 1. fcbr. s.l.?
3. í þríhyrningnum ABC er hornið C = 90° og cosA = 0,64279. Illiðin c er 3
stærri en hc. Finn hliðar og horn þríhyrningsins.
7. Þríhyrningur hefur hornpunktana (—1, —1), (1,5) og (7,3). Finn líkingar
fyrir hliðum þríhyrningsins. Ilvar skera þær, eða framhald þeirra, X- og Y-
ásinn? Finn miðju umritaðs hrings.