Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 108
106
BÚFRÆÐINGURINN
Villtir fuglar eru þannig frá náttúrunnar hendi, að þeir verpa ekki
fyrr en jörð er það gróin, að þeir nái í sinni margvíslegu fæðu öllum
þeim efnum, sem nauðsynleg eru til þess, að heilbrigður ungi kom úr
egginu.
Votlieysverkun í Önundarfirði
Eftir Brynjólf Árnason, Vöðlum
Skipta má bændum hér í þrjá flokka eftir því, hve mikið þeir verka
af votheyi. í fyrsta flokknum eru þeir, sem verka um 25% heyja sinna
þannig. Þessir bændur verka eingöngu töðu, aðallega seinni slátt (há)
og nokkuð af fyrri slætti. Þeir fóðra aðeins kýrnar á votheyinu, með
þurrheyi, en gefa hestum rekjurnar. Dagsgjöfin af votheyinu er 10—16
kg á kú.
í öðrum flokki eru þeir, sem verka allt að 50% heyjanna sem vot-
hey. I þeim hópi eru fleiri en í þeim fyrrnefnda. Þeir verka meiri hluta
töðunnar sem vothey og enn fremur nokkuð af útheyi og höfrum. Dags-
gjöf kúnna af votheyi hjá þessum bændum er frá 16—35 kg á kú.
Sauðfé gefa þeir 1—3 kg af votheyi hverri kind á dag saman við þurr-
hey eða vothey eingöngu aðra gjöfina. Sumir telja heppilegra að fóðra
féð á votheyinu einu saman, meðan það endist. Þannig hefur einn
bóndi fóðrað ær sínar eingöngu á votheyi (stör) um þriggja mánaða
tíma í vetur. Hann gaf 5 kg á kind á dag og 50—70 grömm af síldar-
mjöli. Arangurinn er ágætur.
Það er sameiginlegt með bændum í báðum flokkunum, að þeir nota
allir „heitu aðferðina“ við votheysverkunina. Gryfjurnar hjá þeim eru
grunnar, 3-—4 metrar, og rúma 50—100 hestburði eftir grunnstærð.
Þær eru allar ferhyrndar, og ber ekki á skemmdum í hornunum, þótt
þau séu höfð hvöss (90°). Þeir leitast við að hafa grasið sem nýjast,
þegar því er ekið inn, og sumir úða í það vatni, hafi það náð að þorna,
t. d. í ljá. Ymsir þekja svo heyið með blautu, nýju torfi, áður en þeir
setja fargið á, og mun að öðru jöfnu vera minna skemmt hjá þeim
ofan á gryfjunum. En skemmda lagið er yfirleitt mjög þunnt, hvort