Búfræðingurinn - 01.01.1951, Blaðsíða 21
BÚFRÆÐINGURINN
19
6. mynd. Vírstrengiáhald.
en næstu strengir eru strengdir. Þess ber að gæta við strengingu vírs,
að ekki séu notuð tæki, sem skemma galvaniseringu eða þræðina sjálfa
(sjá mynd 6 og 7). Naglbítur er mjög óhentugt tæki til vírstrenginga.
Bezt er að strengja vírinn á
hverjum aflstólpa, en ekki á
löngu bili, því að þá er meiri
hætta á, að aflstólparnir láti
undan. Til að fá strengina í
rétta hæð og með jöfnu milli-
bili má nota spýtu með skor-
um með réttu millibili, sem
strengirnir geta fallið inn í. Hversu mikil strenging má vera á vírn-
um, fer nokkuð eftir styrkleika hans, en sjálfsagt er að strengja hann
eins mikið og þanþol hans leyfir. Ending og vörn girðingarinnar fer
mjög eftir því.
8) Festing vírsins. Bezt er að nota gaddavírskengi (vírlykkjur) til
að festa vírinn á tréstaura, en helzt galvaniseraðan þráð til að binda
vírinn við járnstaura, sem hafa ekki sjálfgerða fjöður til að beygja
yfir vírinn. Kengina má reka svo mikið, að vírinn pressist nokkuð inn
í staurinn. Heldur þá kengurinn vírnum vel föstum, án þess að vír eða
kengir skemmist. Einn kengur eða nagli á að vera nóg á hverjum staur
til að festa hvern streng, nema á aflstaurum er rétt að hafa tvo eða
fleiri.
9) Lögun undirlags. Þar, sem girðingar eru lagðar yfir þýft land, er
tBjög nauðsynlegt að slétta undir giröinguna og fylla upp í alla skorn-
mga og minni lægðir. Þetta kostar venjulega ekki mikla vinnu, en er
nfar mikilvægt fyrir varnarmátt girðingarinnar.
10j Sig í lœgðum. Þar, sem girðingar eru lagöar yfir mishæðótt